Húsaannáll 2016

Að venju birti ég hér yfirlit yfir þær húsagreinar sem ég hef skrifað hér á árinu. Segja má, að liðið ár hafi verið ár Brekkunnar í umfjölluninni hjá mér- en ég hef tekið fyrir hús m.a. við Brekkugötu, Þingvallastræti, Hrafnagilsstræti, Bjarmastíg og Oddeyrargötu en síðasttalda gatan hefur verið áberandi hér sl. vikur og mánuði.

 

Fyrsta húsagrein ársins 2016 birtist þann 4.janúar og var þar um að ræða Brekkugötu 4,  hús sem Kristján "bílakóngur" reisti árið 1932

16.janúar var það Glerárgata 5 (1910)

18.janúar Brekkugata 5b (1904)

22.janúar Brekkugata 7 (1903)

27.janúar Bjarmastígur 1 (1931)

6.feb. Bjarmastígur 3 (1939)

Sunnudaginn 10.janúar hélt ég á gönguför í blíðskaparveðri, -3° og stillu um svæðið sem afmarkast af Bjarmastíg, Oddeyrargötu og Brekkugötu. Í MP3-spilaranum hljómaði  Led Zeppelin platan Physical Graffiti. Á þeirri átta og hálfu mínútu sem  lagið Khasmir hljómaði ljósmyndaði ég öll húsin frá 23-47 (að 31 undanskildu, af því átti ég mynd fyrir) og tók ég þá röð fyrir á útmánuðunum. Mögulega er það einhvers konar met, að ljósmynda öll hús- að einu undanskildu- við Brekkugötuna á "8:30".   

13.feb Brekkugata 23 (1926)

18.feb Brekkugata 25 (1926)

21.feb Brekkugata 27a  (1930)

25.feb Brekkugata 27 (1924)

29.feb Brekkugata 29 (1926)

5.mars Brekkugata 33 (1953)

10.mars Brekkugata 35 (1933)

15.mars Brekkugata 37 (1926)

20.mars Brekkugata 39 (1941)

25.mars Brekkugata 41 (1933)

2.apríl Brekkugata 30 (1922)

7.apríl Brekkugata 32 (1933)

14.apríl Brekkugata 43 (1929)

23.apríl Brekkugata 34 (1944)

27.apríl Brekkugata 45 (1930)

30.apríl Brekkugata 47 (1941)

Næst á dagskrá voru það elstu húsin við Bjarmastíg, þ.e. húsin vestan megin eða oddatöluröðin. 

12.maí Bjarmastígur 7 (1938)

Þann 15.maí vildi svo til, að 100 ár voru liðin frá því að byggingarleyfi fyrir Oddeyrargötu 6 var gefið út. Því þótti mér við hæfi að birta pistil um það hús þann dag.

15.maí Oddeyrargata 6 (1916) 

og áfram með Bjarmastígshúsin...

22.maí Bjarmastígur 9 (1933)

29.maí Bjarmastígur 11 (1933)

Oddeyrargata 4 átti 100 ára "byggingarleyfisafmæli" þann 5.júní. Og að sjálfsögðu varð það sama að ganga yfir það hús og númer 6:

5.júní Oddeyrargata 4 (1916)

Það mun hafa verið þann 30.apríl, að ég fékk símtal frá Víði Gíslasyni, varðandi húsið Barð sem stóð h.u.b. á sama stað og Eyrarlandsvegur 25 er núna. Hann hefur kynnt sér sögu þessa merka húss og lét mér hinar ýmsu heimildir í té varðandi Barð- sem er því miður horfið- og það fyrir hartnær hálfri öld. Hvatti hann mig til að skrifa grein um þetta merka hús sem ég og gerði. Þessi grein var umtalsvert umfangsmeiri en hinar hefðbundnu færslur og var því mánuð í smíðum en birtist hér á vefnum þann 10.júní:

10.júní Barð (áður AUrora, 1899-1969) ; Eyrarlandsvegur 25 (1970)

16.júní Bjarmastígur 13 (1929)

21.júní Bjarmastígur 15 (1930) 

Ég stunda Sundlaug Akureyrar reglulega og viðurkenni það fúslega, að þar ver ég umtalsvert drýgri tíma í heitu pottunum en á sundi. Ég hafði lengi ætlað mér að taka fyrir þá geðþekku húsaröð, sem stendur andspænis sundlaugarsvæðinu og Andapollinum við Þingvallastrætið. Hana ljósmyndaði ég á góðviðris vormorgni, 8.maí. Ég dundaði mér við skrif um þessi hús um vorið og í byrjun sumars en ákvað að birta alla þessa sjö pistla á einum degi. Að öllu jöfnu gildir sú óskoraða regla hér, að aðeins einn pistill birtist á dag. En í tilefni af 7 ára afmæli þessa þáttar ákvað að ég að birta þann daginn 7 pistla !

25. júní Þingvallastræti 4 (1929)

         Þingvallastræti 6 (1929)

         Þingvallastræti 8 (1930)

         Þingvallastræti 10 (1931)

         Þingvallastræti 12 (1931)

         Þingvallastræti 14 (1933)

Á þessu ári gafst ég eiginlega upp á því fyrirkomulagi, að  skrifa greinar í númeraröð. Þótti það að mörgu leyti stýrandi og þvingandi. Síðastliðna hálfa árið hef ég því tekið Oddeyrargötuna og Hrafnagilsstrætið á Brekkunni fyrir í tilviljanakenndri röð. Ásamt fáeinum öðrum húsum. Hús við Hrafnagilsstræti myndaði ég þann 18.maí, þegar ég myndaði Eyrarlandsveg 25 vegna áðurnefndrar Barðsgreinar. Ég átti hins vegar myndir af öllum húsum Oddeyrargötunnar "á lager" frá sl. vetri. Mörg Oddeyrargötuhúsin er nefnilega aðeins hægt að mynda að vetrar- eða vorlagi.

9.júlí Oddeyrargata 34 (1930)

24.júlí Skipagata 18; Bifröst (1935)

5.ágúst Oddeyrargata 17 (1920)

21.ágúst Oddeyrargata 28 (1928)

24.ágúst Oddeyrargata 13 (1929)

9.sept. Oddeyrargata 38 (1930)

17.sept. Oddeyrargata 14 (1929)

23.sept Hrafnagilsstræti 8 (1931)

29.sept. Oddeyrargata 19 (1929)

3.okt. Oddeyrargata 11 (1927)

7.okt. Oddeyrargata 16 (1931)

14.okt. Hrafnagilsstræti 6 (1933)

18.okt. Oddeyrargata 8 (1919)

30.okt. Oddeyrargata 30 (1930)

10.nóv Oddeyrargata 32 (1933)

16.nóv Oddeyrargata 36 (1930)

20.nóv Oddeyrargata 26 (1926)

30.nóv Hrafnagilsstræti 4 (1931)

4.des Hrafnagilsstræti 10 (1932)

9.des Oddeyrargata 23 (1927)

11.des Oddeyrargata 24 (1932)

16.des Oddeyrargata 22 (1930)

22.des Oddeyrargata 12 (1928)

28.des Oddeyrargata 10 (1927)

30.des Oddeyrargata 5 (1945)

Alls skrifaði ég 61 pistla um jafn mörg uppistandandi hús ásamt einu til viðbótar sem horfið er fyrir áratugum síðan. Elsta húsið sem ég tók fyrir á árinu 2016 var 113 ára og það yngsta 46 ára. Meðalaldur "húsa dagsins" á árinu 2016 var 86 ár (nákvæmlega 86,06558 skv. Excel).

Einhverjir kunna að spyrja hvort ég sé ekki að verða búinn með drjúgan hluta Akureyrarhúsa. Því er til að svara að h.u.b. hvert einasta hús sem byggt er fyrir 1900 hefur fengið pláss hér á síðunni. Ég hef síðastliðin misseri lagt áherslu á hús byggð fyrir 1940 eða götur sem byggðust að mestu fyrir þann tíma. Og þar er enn af nægu að taka. Ég kem til með að halda ótrauður áfram með þetta grúsk á nýju ári - þó ég gerist kannski skriflatur af og til og margir dagar eða vikur líði á milli birtingu pistla.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka pistilinn um Þingvallastræti 14 þar sem ég gisti í æsku minni á leið heim úr sveitinni í sumarlok. Má ég bæta við einum fróðleiksmola með þeim fyrirvara að minni manns er mest misminni: Mig minnir að húsið hafi verið einangrað með vikri sem sóttur var austur á Jökuldal.

Systkini, sem þarna bjuggu, voru Eiríksbörn (ekki Ólafs eins og kemur fram síðar í pistlinum).

Gunnlaugur Ingólfsson (IP-tala skráð) 4.1.2017 kl. 12:06

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Kærar þakkir innlitið og athugasemd. Þetta er áhugavert og gaman að fá að vita þetta með vikurinn í Þingvallastræti-fróðleiksmolar á borð við þennan ævinlega vel þegnir á þessum vettvangi. Leiðrétti þetta með systkinin hið snarasta- þakka þá ábendingu.

Kveðja, Arnór B. Hallmundsson. 

Arnór Bliki Hallmundsson, 7.1.2017 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 286
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband