Hús dagsins: Brekkugata 9

Fyrir rúmum mánuði ljósmyndaði ég nokkur hús neðarlega í Brekkugötunni og minnti endilega að þetta hús hefði verið eitt þeirra og byrjaði á færslu þ. 21.des. Þannig að ég var kominn með færsluna en vantaði húsið en lét loksins verða af því í dag að mynda það. P1260041Hús dagsins í dag er tæplega nírætt r-steinhús ofan við Ráðhústorg en það er Brekkugata 9. Húsið er eitt af fjölmörgum húsum sem Sveinbjörn Jónsson teiknaði en það var byggt árið 1924 fyrir Harald Björnsson leikara. Húsið er tvílyft r-steinhús á háum kjallara með háu söðulþaki og kvistum en í upphafi var húsið með flötu þaki og steinsteyptu skrauti á köntum; ferköntuðu kögri líkt og á kastala. Þá voru gluggar öðruvísi í upphafi, í efri hluti glugga voru margpósta skrautrúður. Ekki veit ég hvenær söðulþakið kom á húsið en á gamalli mynd sem er á bls. 39 í bókinni "Líf í Eyjafirði" er búið að byggja núverandi þak- en kvistir ekki komnir. Ártal er ekki gefið uppá þeirri mynd en mér sýnist hún geta verið tekin um 1940-50. En af þeirri mynd er ljóst að gluggum var breytt á eftir þakinu því þar eru ennþá upprunalegir póstar. Haraldur Björnsson bjó ekki mjög lengi í húsinu en meðal margra íbúa hússins gegn um tíðina var Sesselja Eldjárn veitingakona og slysavarnarfrömuður. Hún stofnaði kvennadeild Slysavarnarfélagsins árið 1935 og sæluhús Slysavarnafélagsins á Öxnadalsheiði, Sesseljubúð hét eftir henni. Sesselja bjó í hluta hússins og rak þarna veitingasölu en líkast til hefur kjallarinn alla tíð hýst einhvers lags verslun eða þjónustu. Nú er þarna tískuverslunin Kvenfélagið og íbúðir, líklega einar þrjár á efri hæðum. Þrátt fyrir að vera þó nokkuð breytt frá upphaflegri gerð er húsið engu að síður stórglæsilegt og í góðri hirðu. Þessa mynd tók ég rétt áðan, 26.jan 2013.

Heimildir: Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, ritstj. Bragi Guðmundsson (2000): Líf í Eyjafirði. Akureyri: höfundur.

Steindór Steindórsson (1993): Akureyri, Höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.


Hús dagsins: Brekkugata 8; Brekkukot.

Brekkugötu 8 reistu hjónin Einar Stefánsson skipstjóri og Rósa Pálsdóttir árið 1925.PC080075 Eins og önnur hús í næsta nágrenni er þetta mikið og stórbrotið steinsteypuhús, tvílyft með lágu risi og flötum þakköntum sem eru skreyttir steyptu kögri. Á horni við inngang eru inndregnar svalir og á bakhlið er risið misbratt, þ.e. lágt og aflíðandi eftir ca. helming þekjunnar sunnanmegin (eins konar kvistur sem liggur að þakkanti) en brattara og hærra að norðurgafli. Húsið var íbúðarhús fyrstu áratugina og þá einbýlishús en árið 1976 keypti Akureyrarbær húsið og opnaði þar skóladagheimilið Brekkukot. Þá voru skólar bæjarins margir hverjir tvísetnir, þ.e. sumum árgöngum kennt sitt hvoru megin við hádegið. Brekkukot var starfandi í húsinu allt til ársins 1995 en þá fluttist þessi starfsemi inn í grunnskólana, sem þá voru allir orðnir einsetnir. Nú er Frístund innan allra grunnskóla en hún leysti skóladagheimili á borð við Brekkukot af hólmi- og margir starfsmenn dagheimilina fluttust inní Frístund. Eftir 1995 hefur verið rekið gistiheimili í húsinu og ber það sama nafn, Brekkukot. Lóðin er stór og vel gróin og t.d. var ekki vinnandi vegur að mynda þetta hús að sumarlagi Brekkugötumegin því þá er það falið í laufskrúði. Gráösp (Populus x canescens) sem stendur á suðvesturhorni lóðarinnar var útnefnd "Tré ársins 2012" af Skógræktarfélagi Íslands. Gráösp er næsta sjaldgæf hér á landi og er blendingur silfuraspar (Populus alba) og blæaspar (Populus tremula) en þetta tré ber sterkari einkenni fyrrnefndu tegundurinnar. Öspin sem er 13,5m há er talin vera um 80ára gömul, gróðursett um miðjan 4.áratug þessarar aldar og þá væntanlega af þeim Einari og Rósu. Á þessari mynd er tréð lengst til vinstri en hér má sjá mynd af því fullum skrúða: http://www.skog.is/index.php?option=com_content&view=article&id=659:tre-arsins-2012-utnefnt&catid=18&Itemid=100021 Brekkugata 8 og allt umhverfi hússins er í frábæri hirðu og til mikils sóma í umhverfi sínu. Þessi mynd er tekin 8.12.2012.

Heimildir: Guðrún Arndís Tryggvadóttir (2012). Tré ársins 2012 á natturan.is. Slóðin: http://natturan.is/frettir/7181/

Laufblaðið, fréttablað Skógræktarfélags Íslands (vefútgáfa pdf) 2012 (2) Ritstj. Ragnhildur Freysteinsdóttir. Slóðin: http://www.skog.is/skjol/lbl_2012_2/index.html

Steindór Steindórsson (1993): Akureyri, Höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.

Sérstakar þakkir langar mig til að færa Hrefnu Hjálmarsdóttur, fyrrum starfsmanni barnaheimilisins Brekkukots og forstöðumanni þar til margra ára en hún veitti mér góðfúslega góðar og gagnlegar upplýsingar m.a. um starfsemi Brekkukots. Smile.


Hús dagsins: Brekkugata 11

Enn erum við stödd neðst í Brekkugötunni og nú er það hús númer 11 sem ég tek til umfjöllunar.PC080079 En hér er um að ræða einlyft timburhús byggt árið 1904 af Frímanni Jakobssyni. Húsið er einlyft timburhús með háu portbyggðu risi og miðjukvisti að framan en bakatil er skástæð útbygging og kvistur nær suðvesturhorni og á suðurgafli er forstofubygging með skrautgluggum. Hár steyptur kjallari er undir húsinu sem stendur á víðlendri lóð, hátt upp af götunni. Húsið er undir dálitlum áhrifum frá norska Sveitser stílnum og ekki tel ég útilokað að það hafi komið tilhöggvið frá Noregi. Um það hef ég hinsvegar engar heimildir. En sonur Frímanns var Jakob, kaupfélagsstjóri KEA til margra ára, bæjarfulltrúi og heiðursborgari Akureyrar og ólst hann upp í þessu húsi- en var hins vegar eldri en svo (f.1899) að hann væri fæddur hér. Að utan sýnist mér þetta vera asbestklæðning utan á húsinu en hún hefur líkast verið sett á um miðja 20.öld. Þó asbest sé almennt ekki vel séð er þetta þó mikið skárri ráðstöfun en múrhúðun (forskalning) timburhúsa sem einnig tíðkaðist mjög á þeim tíma í endurgerð eldri timburhúsa. Að öðru leiti er húsið lítið breytt frá upphafi, það er einbýlishús í dag og hefur líkast til alla tíð verið. Í gluggum eru T-póstar sem gefa húsinu vissan svip. Húsið virðist traustlegt í góðu standi, sem og vel gróin lóð. Þessi mynd er tekin 8.des. 2012.


Hús dagsins: Hafnarstræti 106

Þá er loksins komið að fyrstu Húsafærslu ársins 2013.PC080084 Næstu vikurnar mun ég taka fyrir nokkur hús neðarlega við Brekkugötuna, hef nú þegar tekið frá 1 til 6. En fyrir þá sem ekki vita liggur Brekkugatan til norðurs uppfrá Miðbænum, í beinu framhaldi af Hafnarstræti þar sem það endar við Ráðhústorg, og nær allt upp að Hamarkotsklöppum og sveigir þar að Þórunnarstræti. En áður en við höldum lengra upp Brekkugötuna skulum við færa okkur niður í göngugötuna en að næst efsta húsi hins rúmlega 2km langa Hafnarstrætis, Hafnarstræti 106.

En Hafnarstræti 106 hefur staðið á þessum stað í tæpa öld en húsið var flutt á þennan stað árið 1915. Var það flutt á tunnufleka hingað frá Hrísey, en þess má geta að á þessum tíma var þessi staður flæðarmálinu í krika Oddeyrar. Nú gæti ég trúað að það séu um 150m í sjávarmál frá húsinu stystu leið. Var það Ásgeir Pétursson sem stóð fyrir framkvæmdinni. Upprunalegt byggingarár hússins í Hrísey er mér ekki kunnugt um né heldur hvort húsið hafi verið stækkað á þessum stað. En Hafnarstræti 106 er tvílyft bárujárnsklætt timburhús á lágum grunni og með lágu risi. Það tengist næstu húsum með einlyftum viðbyggingum úr timbri með flötum þökum. Hvenær þær tengibyggingar voru reistar er mér ókunnugt um; miðað við gamlar myndir sem ég hef séð virðist það hafa verið nálægt miðri 20.öld. En húsið hefur alla tíð verið verslunar- og skrifstofuhús og íbúðarrými á efri hæð. Richard Braun verslunarmaður eignaðist húsið fljótlega eftir byggingu og opnaði þar verslun, nefnda eftir sér, Brauns verslun. Páll Sigurgeirsson keypti verslunina (sem þó hélt nafni sínu) uppúr 1930. Bræður hans voru Eðvarð og Vigfús Sigurgeirssynir og höfðu þeir ljósmyndastofur sínar í húsinu um árabil- fyrst Vigfús og svo seinna Eðvarð. Og framyfir árið 2000 var þarna ljósmyndabúð framköllunarstofa, Filmuhúsið. Elstu húsamyndina á þessum vef, myndin af Lækjargötu 6 frá 1998  lét ég einmitt framkalla þarna. (Hér má sjá myndina og umfjöllunina frá sumrinu 2009: http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/917847/ )   Nú er þarna barnafataverslunin Kitty og Co. Gallabuxnabúðin og segja má þar hafi starfsemin í húsinu færst nálægt upprunanum því Brauns verslun var klæðaverslun. Þessi mynd er tekin 8.des 2012.


Nýjárskveðja

Óska ykkur öllum nær og fjær gleðilegs nýs árs, þakka öll innlitin og ummælin á liðnu ári.Smile

Ég er ekki frá því að á liðnu ári hafi almennur áhugi bæjarbúa og nærsveitunga (já og etv. fleiri) á byggingasögu og sögu Akureyrar aukist verulega, einkum í kjölfar afmælis kaupstaðarins. Þannig að þetta "sérstæða" áhugamál mitt hafi hreinlega komist í tísku og er það bara frábært.( Held það sé nú líka tilfellið að þessi áhugi hafi alla tíð verið mjög almennur- hann hafi bara komið meira í ljós á afmælisárinu Wink.)


Hús dagsins: Brekkugata 6

Síðasta "Hús dagsins" á árinu 2012 stendur neðarlega í Brekkugötunni, nánar tiltekið við Brekkugötu 6. Húsið reistu hjónin Böðvar Bjarkan lögmaður og Kristín Jónsdóttir eftir teikningum Halldórs Halldórssonar árið 1923.PC080078 Það ár virðist mikið hafa verið byggt af stórum og skrautlegum steinsteypuhúsum á Akureyri og mörg þeirra í nokkuð framúrstefnulegum stíl. En fyrstu steinsteypuhúsin voru yfirleitt með því hefðbundna "timburhúsalagi" sem menn þekktu. En Brekkugata 6 er svipmikið tvílyft steinsteypuhús á kjallara og með lágu risi. Mikill kvistur á framhlið eða útbygging og hár hornturn eru helstu sérkenni hússins. Böðvar og Kristín nefndu húsið Sólgarða og hefur það heiti haldist á húsinu alla tíð- og er það merkt á útbyggingu framhliðar og sést gegn um trjáþykknið ef mynd er stækkuð. En mikill trjágróður er á lóðinni og að sumarlagi er sést illa í húsið frá Brekkugötunni fyrir laufskrúði. Sennilega eru þetta að miklum hluta tré sem Böðvar og Kristín gróðursettu á sínum tíma en þau áttu þarna einn stærsta og glæsilegasta einkaskrúðgarðinn á Akureyri. Húsið var frá upphafi einbýlishús en ekki myndi ég útiloka að íbúðaskipan hafi einhvern tíma breyst á þessum 9 áratugum sem liðnir eru frá byggingu hússins. Nú er starfrækt þarna Gistiheimilið Sólgarðar. Húsið hefur alla tíð hlotið gott viðhald og virðist í frábæru standi, þá er lóðin stórglæsileg og gróskumikil og til mikillar prýði, enda þótt að lítið sé eftir af skrúðgarði Böðvars og Kristínar, sbr. Steindór Steindórsson (1993:bls.71). Þessi mynd er tekin 8.des. 2012.

Heimildir: Steindór Steindórsson. 1993. Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.


"Hús dagsins" yfirlit frá upphafi

Síðastliðnar vikur hef ég í hjáverkum verið að vinna að því að koma saman lista yfir öll Hús dagsins frá upphafi. Mun ég svo setja tengil á þennan lista hér til hliðar og uppfæra hann í hvert skipti (eða annaðhvort) sem ég set inn nýja færslu. Einhverjir kunna að hafa tekið eftir því að frá og með pistli 171 um Grund hætti ég að birta númerin með pistlunum og fyrir því var einföld ástæða. En ég komst að því í þessari vinnu að ég hafði talið vitlaust, skeikað um fjóra. Sem þýðir að "hátíðarpistillinn" nr. 150 var í raun pistill 154! Blush En það hefur ævinlega verið talsvert mál að telja færslurnar, ég hef oftast handtalið þær af skjánum og eins og gefur að skilja þá getur nú ýmislegt misfarist, sérstaklega þegar þarf að "skrolla" niður. En í þetta skiptið fór ég að venju í færslulista, sigtaði út pistlana með orðunum "Hús dagsins". En því næst afritaði ég listann yfir í Word og lét forritið setja upp númeraðan lista og þá kom þetta í ljós svart á hvítu. Því næst afritaði ég allt heila klabbið hingað inn. Þetta var mun meira mál en virðist því þetta var allt í einhverjum töflum og belg og biðu þegar í Word var komið og talsvert mál að snúa ofan af því.(Svo fór þetta allt í belg og biðu þegar fært var frá Word og hingað inn aftur!)Næsta mál var að setja tengla og það var mikil handavinna, að afrita slóð hverrar einustu færslu og setja undir "hyperlink" en hér er þetta loksins komið. Þegar þetta er ritað hef ég birt 182 Húsapistla á þremur og hálfu ári. Hér eru þeir taldir uppí tímaröð en næsta mál á dagskrá í þessari flokkunarvinnu væri að raða þeim eftir hverfum, svæðum og bæjarfélögum. Pistlarnir munu svo losa 190 þegar ég hef birt næstu hús sem ég minntist á í síðustu færslu. En hér eru allar mínar 182+  "Hús dagsins" færslur frá 25.júní 2009 til dagsins í dag. ( Uppfæri þetta í hvert skipti sem ég bæti við færslu)

  1. Strandgata 39. Birt 13.8.2013
  2. Strandgata 37 Birt 10.8.2013
  3. Strandgata 25 Birt 9.8. 2013
  4. Hús dagsins: Strandgata 25. Birt 6.8.2013 | 13:30
  5. Hús dagsins: Aðalstræti 72. Birt 4.8.2013 | 15:36
  6. Hús dagsins: Aðalstræti 58; Kirkjuhvoll. Birt 1.8.2013 | 11:31
  7. Hús dagsins: Spítalavegur 21. Birt 24.7.2013 | 12:13
  8. Hús dagsins: Spíatalavegur 19. Birt 19.7.2013 | 12:12
  9. Hús dagsins: Spítalavegur 17. Birt 18.7.2013 | 08:19
  10. Hús dagsins: Sómastaðir á Reyðafirði. Birt 15.7.2013 | 23:32
  11. Hús dagsins: Naustabæirnir. Birt 7.7.2013 14:10
  12. Hús dagsins: Hamrar. Birt 1.7.2013 12:26 
  13. Hús dagsins: Stöðvarhús Glerárvirkjunar. Birt 27.6.2013 15:12 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1304269/
  14. Hús dagsins: Grundargata 5. Birt 19.6.2013 16:00 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1303267/
  15. Hús dagsins: Grundargata 4. Birt 16.6.2013 13:21 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1302504/
  16. Hús dagsins: Grundargata 3. Birt 15.6.2013 15:01 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1302503/
  17. Hús dagsins: Grundargata 1. Birt 13.6.2013 12:41
  18. Hús dagsins: Gránufélagsgata 12 (áður 28) Birt 8.6.2013 14:23 
  19. Hús dagsins: Fróðasund 11. Birt 29.5.2013 18:26
  20. Hús dagsins: Gránufélagsgata 21. Birt 27.5.2013 18:14
  21.  Hús dagsins: Lundargata 9.  Birt 15.5.2013 18:20 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1298413/
  22. Hús dagsins: Lundargata 7 og Gránufélagsgata 10.  Birt 10.5.2013 17:10 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1297705/
  23.  Hús dagsins: Hríseyjargata 9.  Birt 27.4.2013 14:01 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1295739/
  24.  Hús dagsins: Aðalstræti 24.    Birt 18.4.2013 20:12 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1294064/
  25.  Hús dagsins: Hafnarstræti 2.   Birt 11.4.2013  20:26 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1292770/
  26.  Hús dagsins: Möðruvallastræti 2.   Birt 4.4.2013  20:31 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1290718/
  27.  Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 24  Birt 27.3.2013  17:36 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1290247/
  28.  Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 22  Birt 25.3.2013  18:07 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1289926/
  29.  Hús dagsins: Eyralandsvegur 20.  Birt 20.3.2013 17:03 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1288988/
  30.  Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 16. Birt 15.3.2013 17:48 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1288145/
  31.  Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 14. Birt 12.3.2013 22:03 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1287642/
  32.  Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 12. Birt 11.3.2013  17:36 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1287377/
  33. Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 8.  Birt 4.3.2013  18:50 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1286118/
  34. Hús dagsins: Glerárgata 1. Birt 26.2.13 20:26.  http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1285137/
  35. Hús dagsins: Fróðasund 3. Birt 21.2.13 17:38  http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1284262/
  36. Hús dagsins: Gránufélagsgata 20.  Birt 18.2.13 17:05 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1283650/
  37. Hús dagsins: Gránufélagsgata 29.  Birt 14.2.13 15:54  http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1283650/
  38. Hús dagsins: Skarð og Setberg, v. Hamragerði. Birt 10.2.13 17:19 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1282162/
  39. Hús dagsins: Lundur. Birt 2.2.13 15:46 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1280679/
  40. Hús dagsins: Þingvallastræti 25. Birt 30.1.13 19:36 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1280084/
  41. Hús dagsins: Brekkugata 14. Birt 29.1.13 20:30 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1279887/
  42. Hús dagsins: Brekkugata 15. Birt 28.1.13 17:19 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1279670/
  43. Hús dagsins: Brekkugata 9. Birt 26.1.13 16:46 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1273845/
  44. Hús dagsins: Brekkugata 8; Brekkukot. Birt 21.1.13 19:30 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1278194/
  45. Hús dagsins: Brekkugata 11. Birt 13.1.13 20:07
  46. Hús dagsins: Hafnarstræti 106. Birt 9.1.13 23:26 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1276305/
  47. Hús dagsins: Brekkugata 6 Birt 29.12.12 15:55 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1274643/
  48. Hús dagsins: Brekkugata 3 Birt 16.12.12 16:48
  49. Hús dagsins: Gamli Húsmæðraskólinn við Þórunnarstræti 99 Birt 12.12.12 20:20
  50. Hús dagsins: Brekkugata 1a Birt 9.12.12 14:49
  51. Hús dagsins: Brekkugata 1 Birt 8.12.12 20:21
  52. Hús dagsins: Eiðsvallagata 7 og Ránargata 2 Birt 3.12.12 19:31
  53. Hús dagsins: Nokkur hús í austanverðu Glerárþorpi Birt 25.11.12 14:34
  54. Hús dagsins: Sláturhús KEA á Oddeyrartanga Birt 18.11.12 18:39
  55. Hús dagsins (nr. 170): Aðalstræti 8 Birt 24.10.12 20:48

  56. Hús dagsins (nr. 169): Norska húsið, Stykkishólmi. Birt 17.10.12 22:48

  57. Hús dagsins (nr. 168): Krókur 1 Birt 11.10.12 19:49

  58. Hús dagsins (nr. 167): Hafnarstræti 2; Bókhlaðan og Gamli Spítalinn á Eyrartúni Birt 22.9.12 21:12

  59. Hús dagsins (nr. 166): Smiðjugata 2 Birt 11.9.12 20:44

  60. Hús dagsins (nr.165) : Túngata 3 Birt 5.9.12 18:21

  61. Hús dagsins (nr.164): Silfurgata 8? og Smiðjugata 6 Birt 26.8.12 15:59

  62. Hús dagsins (nr.163): Nokkur hús við Tangagötu. Birt 24.8.12 19:31

  63. Hús dagsins (nr. 162): Silfurgata 11; Félagsbakaríið. Birt 22.8.12 16:55

  64. Hús dagsins (nr. 161): Silfurgata 2 og 6 Birt 17.8.12 21:24 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1253561/

  65. Hús dagsins (nr. 160): Turnhúsið Birt 15.8.12 20:03 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1253243/

  66. Hús dagsins (nr.159): Tjöruhúsið Birt 13.8.12 20:22 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1252982/

  67. Hús dagsins (nr.158): Faktorshúsið Birt 7.8.12 18:29 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1252164/

  68. Hús dagsins (nr. 157): Krambúðin í Neðstakaupstað Birt 6.8.12 16:13 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1252054/

  69. Hús dagsins (nr. 156): Arngerðareyri við Ísafjarðardjúp; Kastalinn. Birt 31.7.12 18:19 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1251438/http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1251438/ 

  70. Hús dagsins (nr.155): Nokkur hús í Miðbænum Birt 20.7.12 21:51 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1250107/

  71. Hús dagsins (nr. 154): Litli - Garður við Eyjafjarðarbraut Birt 4.7.12 19:19 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1247997/

  72. Hús dagsins (nr. 153): Norðurgata 33 Birt 1.7.12 17:22 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1247604/

  73. Hús dagsins (nr.152): Enn fleiri býli í Glerárþorpi Birt 26.6.12 23:50 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1247604/

  74. Hús dagsins (nr.151): Melgerði Birt 20.6.12 13:24 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1244253/

  75. HÚS DAGSINS NR. 150: Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata 17. Birt 21.5.12 20:03 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1239828/

  76. Hús dagsins nr. 149: Harðangur og Hjarðarholt Birt 8.5.12 19:06 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1238718/

  77. Hús dagsins nr.148 : Grímsstaðir og Steinaflatir (Háhlíð 3 og 7) Birt 7.5.12 19:18 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1238545/

  78. Hús dagsins nr. 147: Hátún, Sólvangur og Glerárskóli eldri (Árholt). Birt 3.5.12 22:38 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1237834/

  79. Hús dagsins nr. 146: Aðalstræti 40; Biblíótekið Birt 19.4.12 18:56 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1235327/
     

  80. Hús dagsins nr.145: Eyrarlandsvegur 35 (Fagrastræti 1) Birt 13.4.12 17:06 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1234191/

  81. Hús dagsins nr. 144: Hafnarstræti 18b Birt 28.3.12 18:37 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1231455/

  82. Hús dagsins nr. 143: Spítalavegur 8 Birt 26.3.12 21:13 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1231067/

  83. Hús dagsins nr. 142: Spítalavegur 13 Birt 21.3.12 17:21 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1230250/

  84. Hús dagsins nr. 141: Tónatröð 11; Sóttvarnarhúsið og Litli- Kleppur Birt 17.3.12 20:01 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1229415/

  85. Hús dagsins nr. 140: Skíðastaðir í Hlíðarfjalli (áður Sjúkrahús Akureyrar) Birt 16.3.12 0:03 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1229015/

  86. Hús dagsins: Gránufélagsgata 27 Birt 29.2.12 20:53 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1226103/

  87. Hús dagsins : Ránargata 13 (áður Hafnarstræti 107). Birt 16.2.12 20:51 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1223580/

  88. Hús dagsins: Gránufélagsgata 22 Birt 13.2.12 20:20 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1222920/

  89. Hús dagsins: Gránufélagsgata 33; Hinrikshús. Birt 31.1.12 20:57 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1220521/

  90. Hús dagsins: Gránufélagsgata 35 Birt 25.1.12 20:37 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1219417/

  91. Hús dagsins: Hríseyjargata 6 Birt 23.1.12 20:06 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1219018/

  92. Hús dagsins: Tungusíða 1; Grænahlíð Birt 3.1.12 17:26 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1215114/

  93. Hús dagsins: Lyngholt 10; Lyngholt. Birt 30.12.11 17:04 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1214231/

  94. Hús dagsins: Hafnarstræti 85-89; Hótel KEA. Birt 27.11.11 17:13 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1207632/

  95. Hús dagsins: Þingvallastræti 23; Gamli Iðnskólinn, Icelandair Hotels. Birt 21.11.11 17:19 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1206273/

  96. Hús dagsins: Þingvallastræti 2 Birt 13.10.11 23:33 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1197749/

  97. Hús dagsins: Helgamagrastræti 6 Birt 30.9.11 17:44 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1194801/

  98. Hús dagsins: Fjósið, íþróttahús MA Birt 20.9.11 20:48 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1192603/

  99. Hús dagsins: Grundargata 6; Hjaltalínshús Birt 14.9.11 19:51 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1191204/

  100. Hús dagsins: Eyrarlandsstofa Birt 7.9.11 18:18 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1189627/

  101. Hús dagsins: Lækjargata 18 og 22. Birt 1.9.11 17:37 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1188259/

  102. Hús dagsins: Lækjargata 9 og 9a Birt 27.8.11 22:04 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1187288/

  103. Hús dagsins: Lækjargata 7 Birt 24.8.11 20:11 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1186639/

  104. Hús dagsins: Norðurgata 26 Birt 12.8.11 16:01 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1184284/

  105. Hús dagsins: Hafnarstræti 63; Sjónarhæð. Birt 8.8.11 18:22 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1183538/

  106. Hús dagsins: Hríseyjargata 3 Birt 2.8.11 21:34 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1181645/

  107. Hús dagsins: Gránufélagsgata 18 Birt 29.7.11 0:07 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1181645/

  108. Hús dagsins: Hríseyjargata 5 Birt 21.7.11 13:06 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1180456/

  109. Hús dagsins: Lundargata 12; Gamli Iðnskólinn Birt 16.7.11 15:15 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1179595/

  110. Hús dagsins: Strandgata 19 Birt 4.7.11 14:12 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1177506/

  111. Hús dagsins: Norðurgata 3 Birt 2.7.11 20:15 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1177248/

  112. Hús dagsins: Norðurgata 1. "Hús dagsins" 2 ára Birt 25.6.11 15:24 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1175902/

  113. Hús dagsins: Norðurgata 31 Birt 7.6.11 16:35 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1172403/

  114. Hús dagsins: Fleiri býli í Glerárþorpi Birt 28.5.11 19:34 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1169743/

  115. Hús dagsins: Skarðshlíð 36-40 og Undirhlíð 3. Elsta og yngsta fjölbýlishúsið í Glerárþorpi.Birt 22.5.11 17:26 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1168609/

  116. Hús dagsins: Munkaþverárstræti 1 Birt 8.5.11 19:04 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1165394/

  117. Hús dagsins: Oddeyrargata 3 Birt 27.4.11 18:49 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1162628/

  118. Hús dagsins: Helgamagrastræti 17; Völuból Birt 22.4.11 13:57 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1161407/

  119. Hús dagsins: Enn fleiri býli í Glerárþorpi Birt 19.4.11 16:01 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1160816/

  120. Hús dagsins: Lundargata 8 Birt 13.4.11 21:56 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1159418/ 

  121. Hús dagsins: Norðurgata 16 Birt 3.4.11 17:17 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1155846/

  122. Hús dagsins: Hríseyjargata 1 Birt 28.3.11 18:03 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1154232/

  123. Hús dagsins: Strandgata 33 Birt 19.3.11 17:02 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1151794/

  124. Hús dagsins: Gránufélagsgata 43 Birt 13.3.11 18:36 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1150170/

  125. Hús dagsins: Fleiri býli í Glerárþorpi Birt 5.3.11 15:40 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1148032/

  126. Hús dagsins: Nokkur býli í Glerárþorpi Birt 28.2.11 17:18 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1146712/

  127. Hús dagsins: Hafnarstræti 79 Birt 19.2.11 17:56 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1144067/

  128. Hús dagsins: Hafnarstræti 71Birt 18.2.11 18:34 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1143827/

  129. Hús dagsins: Ægisgata 14. Birt 16.2.11 16:37 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1143107/

  130. Hús dagsins: Hríseyjargata 21; "Langavitleysa" Birt 15.2.11 17:10 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1142790/

  131. Hús dagsins: Oddeyrargata 1 Birt 4.2.11 14:33 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1139658/

  132. Hús dagsins: Bjarkarstígur 6; Davíðshús Birt 2.2.11 18:06 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1139080/

  133. Hús dagsins: Fálkafell á Súlumýrum Birt 24.1.11 0:49 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1135534/

  134. Hús dagsins: Hafnarstræti 99-101; Amaróhúsið Birt 20.1.11 23:53 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1135290/

  135. Hús dagsins: Aðalstræti 74 Birt 9.1.11 18:31 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1132160/

  136. Hús dagsins: Lækjargata 2, 2a og 2b. Birt 5.1.11 14:43 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1130989/

  137. Hús dagsins: Aðalstræti 62 Birt 17.12.10 14:45 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1126512/

  138. Hús dagsins: Aðalstræti 80 Birt 13.12.10 15:10 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1125277/

  139. Hús dagsins: Brekkugata 23-29 Birt 8.12.10 19:59 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1123859/

  140. Hús dagsins: Aðalstræti 36 Birt 5.12.10 16:19 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1122927/

  141. Hús dagsins II: Fróðasund 10a Birt 29.11.10 18:19 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1118589/ 

  142. Hús dagsins: Aðalstræti 32 Birt 29.11.10 18:16 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1117024/

  143. Hús dagsins: Aðalstræti 34 Birt 9.11.10 22:49 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1114781/

  144. Hús dagsins: Lækjargata 4 Birt 3.11.10 18:18 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1112787/

  145. Hús dagsins: Norðurgata 4 og 6 Birt 24.10.10 18:35 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1109607/

  146. Hús dagsins: Lundargata 5 Birt 19.10.10 23:47 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1108089/

  147. Hús dagsins: Strandgata 19b Birt 15.10.10 19:07 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1106637/

  148. Hús dagsins: Wathne hús (stóð neðst við Gránufélagsgötu) Birt 8.10.10 19:03 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1104147/

  149. Hús dagsins: Aðalstræti 6 Birt 26.9.10 14:06 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1099246/

  150. Hús dagsins: Spítalavegur 9 Birt 8.9.10 18:32 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1092947/

  151. Hús dagsins: Hafnarstræti 23 Birt 1.9.10 13:28 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1090511/

  152. Hús dagsins: Menningarhúsið Hof (Strandgata 12) Birt 28.8.10 16:43 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1089310/

  153. Hús dagsins: Aðalstræti 10; Berlín Birt 22.8.10 16:26 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1087390/

  154. Hús dagsins: Þrenn hús (þ.a. ein kirkja) í Eyjafjarðarsveit, eftir Sveinbjörn Jónsson Birt 13.8.10 15:07 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1085002/

  155. Hús dagsins: Hafnarstræti 88 Birt 10.8.10 14:15 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1084091/

  156. Hús dagsins: Spítalavegur 15 Birt 5.8.10 15:08 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1082823/

  157. Hús dagsins: Þorsteinsskáli Birt 25.7.10 17:15 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1079891/

  158. Hús dagsins: Brekkugata 10 og 31 Birt 23.7.10 2:02 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1079058/

  159. Hús dagsins: Oddeyrargata 15. Örlítið um R-stein. Birt 15.7.10 20:42 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1077368/

  160. Hús dagsins: Hafnarstræti 67. Birt 10.7.10 15:49 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1075776/

  161. Hús dagsins: Hafnarstræti 86a Birt 2.7.10 13:50 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1072665/

  162. Hús dagsins: Brekkugata 5 Birt 28.6.10 19:36 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1072291/

  163. Hús dagsins: Gamla Gróðrarstöðin v. Eyjafjarðarbraut Birt 18.6.10 21:36 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1068824/

  164. Hús dagsins: Spítalavegur 1 Birt 13.6.10 15:12 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1066943/

  165. Hús dagsins: Aðalstræti 52 Birt 7.6.10 18:55 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1064867/

  166. Hús dagsins: Hafnarstræti 19 Birt 4.6.10 20:57 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1063869/

  167. Hús dagsins: Aðalstræti 38 Birt 30.5.10 18:02 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1061654/

  168. Hús dagsins: Aðalstræti 63 Birt 29.5.10 18:30 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1061272/

  169. Hús dagsins: Aðalstræti 54: Nonnahús Birt 23.5.10 18:12 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1058726/

  170. Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 26 Birt 11.5.10 14:54 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1053900/

  171. Hús dagsins: Sigurhæðir Birt 7.5.10 13:05 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1052354/

  172. Hús dagsins: Hafnarstræti 77 Birt 30.4.10 16:24 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1049483/

  173. Hús dagsins: Hafnarstræti 86 Birt 29.4.10 17:26 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1048989/

  174. Hús dagsins: Hafnarstræti 73. Birt 19.4.10 12:19 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1044693/

  175. Hús dagsins: Hafnarstræti 82 Birt 14.4.10 16:22 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1042507/

  176. Hús dagsins: Hafnarstræti 92 Birt 5.4.10 19:52 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1038569/

  177. Hús dagsins: Gamli Skóli Birt 22.3.10 17:30 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1033075/

  178. Hús dagsins: Bifreiðastöð Oddeyrar, BSO Birt 18.3.10 18:44 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1031974/

  179. Hús dagsins: Strandgata 21 Birt 8.3.10 15:33 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1027952/

  180. Hús dagsins: Hafnarstræti 49; Hvammur Birt 6.3.10 17:42 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1027004/

  181. Hús dagsins: Lundargata 11 Birt 5.3.10 13:40 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1026369/

  182. Hús dagsins: Gefjunarhúsið á Gleráreyrum Birt 11.2.10 18:41 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1017310/

  183. Hús dagsins: Ós, skólahús Glerárþorps Birt 3.2.10 17:10 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1014119/

  184. Hús dagsins : Kaupangsstræti 6 og Ketilhús Birt 25.1.10 21:03 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1010364/

  185. Hús dagsins: Aðalstræti 44 Birt 21.1.10 17:21 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1008620/

  186. Hús dagsins: Nokkur hús í 101, Vatnsstígur 4. Birt 17.1.10 18:05 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1007013/

  187. Hús dagsins: Strandgata 35 Birt 12.1.10 20:29 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1004709/

  188. Hús dagsins: Aðalstræti 66 og 66a Birt 8.1.10 12:15 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1002581/

  189. Hús dagsins: Rósenborg, áður Barnaskóli Akureyrar Birt 4.1.10 16:47 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1000318/

  190. Hús dagsins: Jólahúsið í Eyjafjarðarsveit Birt 25.12.09 15:18 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/996389/

  191. Hús dagsins: Strandgata 17 Birt 19.12.09 18:30 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/993657/

  192. Hús dagsins: Hafnarstræti 90 Birt 11.12.09 11:53 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/991308/

  193. Hús dagsins: Lækjargata 3 Birt 5.12.09 19:32 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/989047/

  194. Hús dagsins: Aðalstræti 15 Birt 3.12.09 18:06 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/988205/

  195. Hús dagsins: Hafnarstræti 3 Birt 26.11.09 21:15 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/985046/

  196. Hús dagsins: Hafnarstræti 20; Höepfnershús Birt 25.11.09 18:03 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/984433/

  197. Hús dagsins: Minjasafnskirkjan Birt 22.11.09 19:04 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/983178/

  198. Hús dagsins: Akureyrarkirkja Birt 21.11.09 19:29 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/982836/

  199. Hús dagsins: Strandgata 11b Birt 13.11.09 14:17 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/979009/

  200. Hús dagsins: Strandgata 9,11 og 13. Birt 9.11.09 17:26 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/977131/

  201. Hús dagsins; Strandgata 3 og 7. Timbur og Steinsteypa. Andstæður Birt 4.11.09 16:49 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/975016/

  202. Hús dagsins: Aðalstræti 46; Friðbjarnarhús Birt 28.10.09 17:51 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/971867/

  203. Hús dagsins: Aðalstræti 50 Birt 21.10.09 15:52 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/968355/

  204. Hús dagsins: Gránufélagsgata 39-41; "Sambyggingin" Birt 16.10.09 17:35 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/965831/

  205. Hús dagsins: Strandgata 4; Nýja Bíó Birt 7.10.09 18:26 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/961168/

  206. Hús dagsins: Norðurgata 2 og Strandgata 23. Steinskífuklæðning. Birt 1.10.09 19:40 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/958152/

  207. Hús dagsins: Lundargata 15 Birt 14.9.09 15:51 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/948166/

  208. Hús dagsins: Strandgata 27 Birt 6.9.09 15:14 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/943854/

  209. Hús dagsins: Hafnarstræti 91-93; KEA húsið Birt 31.8.09 14:06 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/940565/

  210. Hús dagsins: Hafnarstræti 98 Birt 27.8.09 13:21 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/938351/

  211. Hús dagsins; Hafnarstræti 94; Hamborg Birt 25.8.09 14:12 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/937013/

  212. Hús dagsins: Hafnarstræti 96; París Birt 21.8.09 22:51 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/934954/

  213. Hús dagsins: Aðalstræti 4, Gamla Apótekið Birt 20.8.09 18:48 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/934272/

  214. Hús dagsins: Aðalstræti 14, Gamli Spítalinn Birt 17.8.09 13:17  

  215. Hús dagsins: Hafnarstræti 53, Gamli Barnaskólinn Birt 12.8.09 15:17 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/929658/

  216. Hús dagsins: Hafnarstræti 57, Samkomuhúsið Birt 10.8.09 18:38 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/928582/

  217. Hús dagsins: Laxdalshús, Hafnarstræti 11 Birt 2.8.09 15:01 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/924390/

  218. Hús dagsins: Gránufélagshúsin, Strandgata 49 Birt 28.7.09 14:00 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/921696/

  219. Hús dagsins eða öllu heldur Gata dagsins (Strandgata 37-45)Birt 23.7.09 17:30 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/919131/

  220. Hús dagsins: Lækjargata 6 Birt 21.7.09 14:39 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/917847/

  221. Hús dagsins: Aðalstræti 13 Birt 20.7.09 21:29 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/917487/

  222. Hús dagsins: Aðalstræti 16 Birt 16.7.09 18:49 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/915545/

  223. Hús dagsins: Nokkur eldri steinsteypuhús Birt 13.7.09 15:13 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/912866/

  224. Hús dagsins: Hafnarstræti 29-41 Birt 9.7.09 11:02 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/910739/

  225. Hús dagsins: Hafnarstræti 18. Eilítið um norsku húsin (sveitser). Birt 3.7.09 20:16 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/907980/

  226. Hús dagsins: Lundargata 2 Birt 30.6.09 13:19 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/day/2009/6/30/

  227. Hús dagsins: Norðurgata 11. Birt 26.6.09 15:34 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/903940/

  228. Hús dagsins: Norðurgata 17 Birt 25.6.09 10:28 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/903096/
     

PS. Endilega látið mig vita, lesendur góðir, ef tenglar annaðhvort virka ekki eða vísa einhverja vitleysu Wink


Næstu "Hús dagsins"

Nú ætla ég að taka upp á einu sem ég hef ekki gert áður. Það er að gefa upp hvaða hús ég ætla að taka fyrir á næstu dögum og vikum með hækkandi sól- en sem kunnugt eru vetrarsólstöður í dag og sú gula því á uppleið! En fyrir um tveimur vikum fór ég í góðan myndatúr um Miðbæ og Neðri Brekku og er þar myndaskammtur sem dugar þessari síðu fram á næsta ár- ég mun allavega ekki ná að taka þau öll fyrir á þeim 10 dögum sem eftir eru af þessu! En hér er listi yfir þau hús sem ég hyggst fjalla um á næstunni og verður það í þessari röð:

Brekkugata 6, Brekkugata 8 (Brekkukot), Brekkugata 11, Brekkugata 14, Brekkugata 15, Hafnarstræti 106 og Þingvallastræti 25.

PC080078  PC080075 PC080079

PC080076  PC080074 PC080084

PC080072

Og ef ég ekki á leið hér um síðuna á næstu dögum þá ætla ég að nota tækifærið núna og óska ykkur öllum gleðilegra jóla  Smile


Hús dagsins: Brekkugata 3

Í síðustu færslu brugðum við okkur uppá Brekku að Gamla Húsmæðraskólanum eftir að hafa dvalið við tvö sambyggð hús neðst í Brekkugötu en nú förum við aftur niður í miðbæ og númer þrjú við Brekkugötu stendur háreist bárujárnshús. PC080080En Brekkugata 3 mun byggð um 1904. Húsið er þrílyft timburhús á háum steyptum kjallara, sem er það hár að húsið mætti teljast fjögurra hæða.  Það hefur líkast til ekki verið svona stórt í upphafi en á mynd sem er á bls. 174 í bók Steindórs Steindórssonar sem tekin er til austurs í brekkunni ofan við húsið virðist húsið tvílyft með lágu risi, ekki ósvipað húsunum við Hafnarstræti 29-41, sem eru frá svipuðum tíma. Sú mynd er sögð tekin á árunum 1903-06. En á mynd frá 1927 á bls. 70 í sömu bók hefur húsið fengið núverandi lag, orðið þrjár hæðir á kjallara en ekki er útilokað að byggt hafi verið við húsið að aftan eftir það. Þá eru krosspóstar í gluggum og trúlega hefur húsið verið klætt bárujárni á svipuðum tíma og það var stækkað. Nú eru hinsvegar póstalausir gluggar á framhlið. Húsið hefur gegn um tíðina hýst ýmsa starfsemi, verslanir, skrifstofur og hundruð manna- ef ekki þúsundir hafa búið í húsinu. Það er í góðri hirðu, hefur verið tekið í gegn bæði að utan og innan. Nú er veitingastaður á jarðhæð og að ég held fimm íbúðir á efri hæðum, þar af þrjár leiguíbúðir . Þessi mynd er tekin 8.des. 2012.

Í upphafi mun þetta hús hafa verið svipað þessum húsum sem standa við Hafnarstræti:

P7040032

Heimildir: Steindór Steindórsson. 1993. Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.


Hús dagsins: Gamli Húsmæðraskólinn við Þórunnarstræti 99

Á móti Íþróttahöllinni og skáhallt ofan Sundlaugar Akureyrar standa tvær virðulegar stórar og virðulegar  byggingar á fimmtugs- og sjötugsaldri sem báðar eiga það sameiginlegt að hafa hýst menntastofnanir um áratugaskeið. PC080073Sú nyrðri og yngri er Gamli Iðnskólinn frá 1969 sem seinna hýsti Háskólann á Akureyri- kennaradeild allt til 2010 en hefur nú verið stækkaður verulega og er nú stórglæsilegt Iceland Air Hotel. Skammt sunnan hótelsins er talsvert eldri fyrrum skólabygging en það er Gamli Húsmæðraskólinn en hann var reistur 1945. Húsið er tvílyft steinsteypuhús, skeljasandsklætt (þetta er kallað skeljasandur en er í raun grjót- og kvarsmulningsmúr)  með lágu söðulþaki á tiltölulega háum kjallara. Hönnuður hússins var Guðjón Samúelsson, þáverandi Húsameistari Ríkisins og er húsið eitt af fjölmörgum stórvirkjum hans. Húsið var og er sérlega rúmgott, hátt til lofts og vítt til veggja og óvíða hefur aðstaða húsmæðraskóla verið betri en hér þegar húsið var tekið í notkun. Stór og rúmgóð kennslueldhús eru á 1.hæð og einnig eru eldhús í kjallara og kennslustofur á efri hæð eru stórar og bjartar, enda gluggar stórir. Mikið geymslurými er einnig í kjallara. Húsið mun að mjög litlu leyti breytt frá upphaflegri gerð og það er til marks um hversu vel það var hannað frá upphafi að húsið var notað til kennslu h.u.b. óslitið allt til ársins 2003, en Verkmenntaskólinn hafði húsið til umráða fram á því og hér  voru listnáms og matvælabrautir til húsa. Frá því Verkmenntaskólinn fluttist voru ýmsar ríkisstofnanir m.a. starfstöð Fornleifaverndar hér til húsa og nú síðast Akureyrarakademían. Nú er húsið hinsvegar komið í eigu Akureyrarbæjar  (var seldur í ársbyrjun http://www.ruv.is/frett/husmaedraskoli-til-solu ) En ætlunin er að opna í húsinu skammtímavistun fyrir fatlaða. (Sjá hér http://www.akureyrivikublad.is/akvbl/frettir/2012/06/11/gott-fyrir-fatlada/) Ekki eru menn þó á eitt sáttir með þær fyrirætlanir og telja þá helst að þær framkvæmdir krefjist of mikilla breytinga á þessu  glæsilega stórvirki Guðjóns Samúelssonar. En sitt sýnist hverjum, en víst er að húsið er vel búið fyrir margs konar starfsemi en er að mörgu leyti komið á viðhald og vantar eflaust töluvert upp á að uppfylla nútíma byggingarreglugerðir.

 Sjálfur hef ég átt dálitla viðkomu í þessu húsi þegar ég vann á Tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti en fram að sumrinu 2006 höfðu tjaldsvæðin geymsluaðstöðu og aðganga að eldhúsi í kjallaranum. Fyrsta verkið manns á morgunvöktum var að fara þarna inn og hella uppá kaffi og opna og koma svæðinu "í gang" meðan kaffið var að leka niður. Þegar kvölda tók, sérstaklega í ágúst þegar dimmt var orðið, var það ekki fyrir myrkfælna að fara þarna einir en mikill hljómburður var í kjallaranum og þegar hljótt var heyrðust lágir dynkir í kjallaranum. Annaðhvort voru það gamlar lagnirnar - ja eða eitthvað allt annað Smile. En þessi mynd er tekin sl. laugardag 8.des. 2012.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG_1930
  • IMG_1950
  • IMG_1939
  • IMG_1940 - afrit
  • IMG_1940

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 304
  • Frá upphafi: 450491

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 191
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband