Húsaannáll 2017

Að venju birti ég um áramót lista yfir þau hús sem ég hef tekið fyrir á liðnu ári. Hér birtast þær umfjallanir. Ég var kannski ekki eins iðinn og oft áður, stundum liðu jafnvel nokkrar vikur á milli, en stundum fáeinir dagar. En ég kalla þessa þætti engu að síður Hús dagsins, enda eru þau vissulega hús viðkomandi dags, sem þau birtast. En nóg um það.

Ég hef í þessu skrifbrasi mínu einbeitt mér að húsum sem enn standa. Á því hef ég þó gert fáeinar undantekningar og fyrsta hús ársins var síðasti torfbærinn á Akureyri en hann var rifinn fyrir tæpum 70 árum. Að öðru leyti hélt ég mig að mestu á Brekkunni með viðkomu í Innbænum og Oddeyri af og til, og í Grindavík tók ég fyrir hús sem fór með stórt hlutverk í spennumyndinni "Ég man þig". Ég einbeiti mér helst að eldri hverfum; eldri húsum í þessum pistlum, miða svona lauslega við 4.-5.áratug 20.aldar - en auðvitað fá yngri hús að fljóta með. En hér eru "Hús dagsins" á árinu 2017: 

14.jan Sibbukofi eða Syðstahús (ca.1860-1949); stóð við Aðalstræti 82

23.jan Aðalstræti 82 (1951)

5.feb Hrafnagilsstræti 2 (1933)

12.feb Hamarstígur 4 (1930)

24.feb Hamarstígur 2 (1930)

12.mars Hamarstígur 6 (1932)

19.mars Krabbastígur 1 (1930)

25.mars Krabbastígur 2 (1929)

27.mars Krabbastígur 4 (1936)

31.mars Klapparstígur 1 (1930)

5.apríl Klapparstígur 3 (1933)

8.apríl Klapparstígur 5 (1938)

15.apríl Klapparstígur 7 (1967)

21.apríl Hamarstígur 1 (1933)

25.apríl Hamarstígur 3 (1934)

3.maí Hamarstígur 8 (1935)

17.maí Hríseyjargata 2 (1923)

28.maí Hríseyjargata 11 (1933)

4.júní Munkaþverárstræti 3 (1930)

8.júní Munkaþverárstræti 5  (1930)

12.júní Munkaþverárstræti 7 (1931)

19.júní Munkaþverárstræti 9 (1932)

28.júní Munkaþverárstræti 11 (1931) 

2.júlí Munkaþverárstræti 13 (1931)

11.júlí Hafnarstræti 13 (1934)

18.júlí Munkaþverárstræti 4 (1934)

21.júlí Munkaþverárstræti 8 (1932)

25.júlí Munkaþverárstræti 16 (1930)

29.júlí Bakki í Grindavík (1933)

31.júlí Munkaþverárstræti 6 (1934)

10.ágúst Munkaþverárstræti 10 (1931)

15.ágúst Munkaþverárstræti 12 (1935)

26.ágúst Munkaþverárstræti 14 (1942)

19.sept. Munkaþverárstræti 15 (1935)

27.sept. Munkaþverárstræti 2 (1960)

12.okt. Brekkugata 12 (1917)

22.okt. Grundargata 7 (1920)

29.okt. Bjarmastígur 2  (1946)

10.nóv. Bjarmastígur 4 (1968)

14.nóv Bjarmastígur 5 (1956)

17.nóv. Bjarmastígur 6 (1942)

20.nóv. Bjarmastígur 8 (1952)

24.nóv. Bjarmastígur 10 (1964)

1.des. Möðruvallastræti 1a (áður Eyrarlandsvegur 14b) (1919)

14.des.Gilsbakkavegur 7 (1955)

18.des Gilsbakkavegur 9 (1945)

21.des Gilsbakkavegur 11 (1946)

22.des Gilsbakkavegur 13 (1946)

29.des Gilsbakkavegur 15; Frímúrarahúsið (1946)

Alls eru þetta 50 pistlar um jafn mörg hús á aldrinum 49-100 ára, þar af eitt horfið. Meðalaldur "Húsa dagsins" árið 2017 var 79,4 ár.

Nú kann einhver að spyrja sig, hvort það séu einhver hús að verða eftir til að fjalla um hér á síðunni laughing. En þá er fljótsvarað, að af nógu er að taka og það jafnvel þótt ég miði við hús byggð fyrir 1940-50. Ég mun því halda áfram að birta hér húsamyndir og söguágrip á þessu nýja ári sem fyrr- þó kannski líði stundum langt á milli. Ég mun líklega enn halda mig á Neðri Brekkusvæðinu að mestu en einnig á Eyrinni og í Innbænum.

PS.

Þessi hús "kvöddu" á liðnu ári cry

Ég segi hér að ofan, að ég einbeiti mér að húsum sem enn standa. En á síðasta ári gerðist það, að tvö hús sem ég hef fjallað um hér voru rifin og heyra því sögunni til. Ekki kom það svosem á óvart, það hafði legið fyrir á Skipulagi um árabil að þessi hús myndu víkja.

Gránufélagsgata 7 var rifin 22.- 24.janúar 2017. Húsið var byggt 1912.

P7240118

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Glerárgata 5 var rifin þann 18.nóvember 2017. Húsið var byggt snemma á 20.öld eða jafnvel seint á þeirri 19., skráð byggingarár Fasteignaskrár var 1900.

P4190001


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll enn. Það er eitt sem mér finnst að þú mættir bæta á síðunni og það er að merkja myndirnar í albúmunum með götu og húsnr. Ég var t.d. að skoða seríuna 'Oddeyrin' og þar er mynd af gulri byggingu sem virðist vera kirkja, en engin slík er merkt á kort, og ég hef ekki séð hana áður. Hvar akkúrat er þetta, og hver byggði? Var það einhver söfnuður sem nú er ekki starfandi, t.d. Sjónarhæðarsöfnuður?

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 5.1.2018 kl. 00:01

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sæl og blessuð.

Ég tek heilshugar undir þetta, nauðsynlegt að einhver texti fylgi myndunum. Það er raunar eitthvað sem ég hef alltaf ætlað mér að gera en minna orðið úr, að skrifa undir myndirnar. En ég er aðeins að hefjast handa við þetta og er m.a. búinn að skrifa myndatexta undir umrædda kirkju, sem er líklega Laxagata 5. Hana reistu Sjöunda dags Aðventistar árið 1933, en hún þjónaði víst ekki lengi sem kirkja, varð síðar nuddstofa og hefur um árabil verið notuð undir félagsstarf.  Nánar hér https://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/2015125/ (ekki boðið upp á að skrifa inn tengla hér, virðist vera). 

Kveðja og þakkir, Arnór. 

Arnór Bliki Hallmundsson, 6.1.2018 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 418
  • Frá upphafi: 440775

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 198
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband