26.7.2021 | 13:42
Norðurgata- eins og hún leggur sig
Sl. vikur hef ég tekið fyrir ytri og yngri hluta Norðurgötu, þ.e. þann hluta sem liggur norðan við Eyrarveg. Syðri hlutann tók ég fyrir að mestu árin 2009-14, m.a. var fyrsta greinin á þessum vef um Norðurgötu 17. Elstu pistlarnir eru reyndar ekki svipur hjá sjón í samanburði við þá nýjustu, sumir ekki nema fáeinar málsgreinar, en látum það gott heita. Norðurgata er að mínu áliti, ein af skemmtilegri götum bæjarins. Hún er byggð á mjög löngum tíma, í áföngum og við hana má finna mikla fjölbreytni í húsagerð síðari hluta 19. aldar og fram á miðja 20.
En hér eru umfjallanir um húsin við Norðurgötu:
Norðurgata 1 (1900)
Norðurgata 2 (1897)
Norðurgata 2b (1911)
Norðurgata 3 (brann haustið 2019, var byggt 1899).
Norðurgata 4 (1897)
Norðurgata 6 (1898)
Norðurgata 8 (1933)
Norðurgata 10 (1926)
Norðurgata 11 (1880)
Norðurgata 12 (1926)
Norðurgata 13 (1886)
Norðurgata 15 (1902)
Norðurgata 16 (1926)
Norðurgata 17 (1880)
Norðurgata 19 (1920)
Norðurgata 26 (1926)
Norðurgata 28 (1924)
Norðurgata 30 (1923)
Norðurgata 31 (1926)
Norðurgata 32 (1930)
Norðurgata 33 (1927)
Norðurgata 34 (1930)
Norðurgata 35 (1939)
Norðurgata 36 (1930)
Norðurgata 37 (1933)
Norðurgata 38 (1929)
Norðurgata 39 (1947)
Norðurgata 40 (1946)
Norðurgata 41 (1947)
Norðurgata 42 (1947)
Norðurgata 43 (1947)
Norðurgata 44 (1947)
Norðurgata 45 (1955)
Norðurgata 46 (1949)
Norðurgata 47 (1948)
Norðurgata 48 (1947)
Norðurgata 49 (1957)
Norðurgata 50 (1947)
Norðurgata 51 (1947)
Norðurgata 52 (1949)
Norðurgata 53 (1947)
Norðurgata 54 (1947)
Norðurgata 56 (1948)
Norðurgata 58 (1949)
Norðurgata 60 (1947)
Meðaltal byggingarára Norðurgötuhúsa er 1929,9 og meðalaldurinn árið 2021 þannig rúmlega 91 ár. Nokkur af elstu húsum Oddeyrar eru við Norðurgötu.
ES. Nokkur fyrrverandi Norðurgötuhús.
Nyrst af Völlunum á Oddeyri, eiginlega við Gleráreyrar, eru Furuvellir. Við Furuvelli standa iðnaðar- og þjónustuhús, m.a. Kaffibrennsla Akureyrar og Viking Brugghús að ógleymdri verslun Hagkaupa. Síðarnefndu tvö fyrirtækin eru austast við götuna en þau voru reist snemma á sjöunda áratugnum og stóðu þá yst við Norðurgötu. Í huga margra standa þessi hús alltaf við Norðurgötu og því e.t.v. rétt að geta þeirra hér:
Furuvellir 15,ÍSPAN; áður Norðurgata 55.
Fram til 1990 lá Norðurgatan frá Hjalteyrargötu að Strandgötu en við stækkun verslunar Hagkaupa var götunni lokað í norðurendann og ystu hús Norðurgötu töldust til Furuvalla. Norðurgata 55, nú Furuvellir 15 var byggð 1963 og hýsti m.a. stálhúsgagnagerð. Síðustu áratugi hefur glersmiðjan Íspan haft aðsetur í Furuvöllum 15.
Furuvellir 18, VIKING; áður Norðurgata 57
Hin valinkunna bruggverksmiðja, VIKING brugghús, áður Vífilfell og þar áður Sana er staðsett á horni Furuvalla og Hjalteyrargötu. Elsti hluti verksmiðjunnar var reistur árið 1963 og taldist Norðurgata 57.
Furuvellir 17, Hagkaup; áður Norðurgata 62
Húsið var upprunalega reist sem bifreiðaverkstæðið Baugur árið 1962. Baug ráku m.a. Finnur Daníelsson og Hörður Adólfsson, móðurafi þess sem þetta ritar, og stóðu þeir fyrir byggingu hússins. Upprunalega Baugshúsið mun nú austasti og miðhluti Hagkaupshússins. Um áramótin 1979-80 seldu þeir Hagkaupum húsið, sem stækkaði það umtalsvert og opnaði þar verslun. Húsið var stækkað aftur til vesturs árið 1990 og í kjölfarið var Norðurgata lokuð fyrir bílaumferð í norðurendann og telst nú ysti hluti hennar göngustígur að Furuvöllum. Aftur var Hagkaup stækkað um 1995, þegar apótek var opnað þar og nú síðast var byggt við húsið 2020-21.
Stundum er það svo, að "gatan flyst frá húsunum" eins og í tilfellum ofangreindra húsa en þó er einnig til, að húsin flytjist frá götunum: Steinsnar vestan við sunnanverða Norðurgötu standa tvö hús, Fróðasund 10a og Fróðasund 11. Síðarnefnda húsið var reist við Norðurgötu 9 árið 1890 en Fróðasund 10a var líklega fyrsta húsið sem byggt var við Norðurgötu en það var byggt 1877. Húsin voru flutt að Fróðasundi um 1945.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 6
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 497
- Frá upphafi: 436892
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 329
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.