Húsapistlar 2009

10 ára afmæli "Húsa dagsins" hér á þessum vettvangi er rétt handan við hornið eins og sagt er. Ég var víst búinn að lofa ykkur, lesendur góðir, að reyna að gera eitthvað hér á síðunni af því tilefni. Eitt af því sem ég hyggst gera, er að gera eldri pistla aðgengilegri og búa til einhverja flokkun og skipulag að því marki sem þetta síðuform blog.is býður upp á. Það var í árslok 2014 sem ég hóf að safna saman öllum húsafærslum ársins í eina færslu, og því eru allir pistlar áranna 2014-18 aðgengilegir gegn um tengla hér vinstra megin. (Ég hef tekið eftir því, að margir eldri tengla virðast óvirkir, enda þótt færslurnar finnist t.d. með "gúggli". Það er eitthvað sem ég þarf að kanna, oft dugar að taka nýtt afrit af slóð og setja inn í tengil). En næstu daga og vikur mun ég birta hér annála áranna 2009-13 í Húsum dagsins, og hér eru færslur ársins 2009 á einu bretti. Eins og sjá má voru pistlarnir mun styttri, (kannski hnitmiðaðri fyrir vikið?) og ólíkt minna ítarlegir en síðar varð. Fyrsta færslan er t.d. aðeins nokkrar línur. En hér eru færslurnar um "Hús dagsins" frá árinu 2009: 

  1. Hús dagsins: Norðurgata 17 Birt 25.6.09
  2. Hús dagsins: Norðurgata 11 Birt 26.6.09
  3. Hús dagsins: Lundargata 2 Birt 30.6.09
  4. Hús dagsins: Hafnarstræti 18. Eilítið um norsku húsin (sveitser)Birt 3.7.09
  5. Hús dagsins: Hafnarstræti 29-41 Birt 9.7.09 (Þess má geta, að síðar tók ég hvert hús í þessari röð fyrir sig í sér pistlum).
  1. Hús dagsins: Nokkur eldri steinsteypuhús Birt 13.7.09 (Hér er um að ræða fáeinar línur um húsin Oddeyrargötu 6, Brekkugötu 12 og Grundargötu 7. Mun ítarlegri pistlar um þessi hús birtust síðar hér). 
  1. Hús dagsins: Aðalstræti 16 Birt 16.7.09
  2. Hús dagsins: Aðalstræti 13 Birt 20.7.09 21:29 
  3. Hús dagsins: Lækjargata 6 Birt7.09 14:39 
  4. Hús dagsins eða öllu heldur Gata dagsins (Strandgata 37-45)Birt 23.7.09 (Þess má geta, að síðar tók ég hvert hús í þessari röð fyrir sig í sér pistlum)
  5. Hús dagsins: Gránufélagshúsin, Strandgata 49 Birt 28.7.09
  6. Hús dagsins: Laxdalshús, Hafnarstræti 11 Birt 2.8.09 Hingað á eftir að laga tengil...
  7. Hús dagsins: Hafnarstræti 57, Samkomuhúsið Birt 10.8.09
  8. Hús dagsins: Hafnarstræti 53, Gamli Barnaskólinn Birt 12.8.09
  9. Hús dagsins: Aðalstræti 14, Gamli Spítalinn Birt 17.8.09 
  10. Hús dagsins: Aðalstræti 4, Gamla Apótekið Birt 20.8.09  (Þennan pistil og mynd er svolítið gaman að skoða núna, 10 árum síðar, þegar Gamla Apótekið hefur fengið algjöra yfirhalningu).
  1. Hús dagsins: Hafnarstræti 96; París  Birt 21.8.09  
  2. Hús dagsins; Hafnarstræti 94; Hamborg  Birt 25.8.09 14:12 
  3. Hús dagsins: Hafnarstræti 98  Birt 27.8.09
  4. Hús dagsins: Hafnarstræti 91-93; KEA húsið  Birt 31.8.09
  5. Hús dagsins: Strandgata 27  Birt 6.9.09
  6. Hús dagsins: Lundargata 15  Birt 14.9.09
  7. Hús dagsins: Norðurgata 2 og Strandgata 23. Steinskífuklæðning. Birt 1.10.09
  8. Hús dagsins: Strandgata 4; Nýja Bíó. Birt 7.10.09
  9. Hús dagsins: Gránufélagsgata 39-41; "Sambyggingin"  Birt 16.10.09 17:35 
  10. Hús dagsins: Aðalstræti 50  Birt 21.10.09 15:52 
  11. Hús dagsins: Aðalstræti 46; Friðbjarnarhús  Birt 28.10.09 17:51 
  12. Hús dagsins; Strandgata 3 og 7. Timbur og Steinsteypa.Andstæður Birt 4.11.09  
  13. Hús dagsins: Strandgata 9,11 og 13. Birt 9.11.09 á eftir að laga tengil frá og með
  14. Hús dagsins: Strandgata 11b Birt 13.11.09 
  15. Hús dagsins: AkureyrarkirkjaBirt 21.11.09
  16. Hús dagsins: Minjasafnskirkjan Birt 22.11.09
  17. Hús dagsins: Hafnarstræti 20; Höepfnershús Birt 25.11.09
  18. Hús dagsins: Hafnarstræti 3 Birt11.09 
  19. Hús dagsins: Aðalstræti 15 Birt 3.12.09
  20. Hús dagsins: Lækjargata 3 Birt 5.12.09
  21. Hús dagsins: Hafnarstræti 90 Birt 11.12.09
  22. Hús dagsins: Strandgata 17 Birt 19.12.09
  23. Hús dagsins: Jólahúsið í Eyjafjarðarsveit Birt 25.12.09

Hús dagsins: Helgamagrastræti 4

Helgamagrastræti 4 reisti dr. Kristinn Guðmundsson, kennari við Menntaskólann á Akureyri P2240899og síðar utanríkisráðherra árið 1936. Dr. Kristinn var í hópi nokkurra manna sem fékk úthlutaða lóð og húsgrunn frá Samvinnubyggingafélaginu í ársbyrjun 1936 og fengu að reisa hús eftir teikningu Þóris Baldvinssonar. Húsið, sem stendur á norðurhorni Helgamagrastrætis og Lögbergsgötu var eitt það fyrsta sem reis austan Helgamagrastrætis, en hús nr. 2 og 6 risu reyndar ekki löngu síðar eða árið eftir.

Helgamagrastræti 4 er tvílyft steinsteypuhús á lágum kjallara og með flötu,eða mjög aflíðandi einhalla þaki. Horngluggar í anda funkisstefnunnar eru til suðurs, sem og svalir á efri hæð á SV horni.  Perluákast eða gróf steining er á veggjum og eru þeir málaðir en pappi er á þaki. Einfaldir lóðréttir póstar eru í gluggum. Húsið er nánast óbreytt frá upprunalegri gerð.

Dr. Kristinn Guðmundsson sem byggði Helgamagrastræti 4 var fæddur árið 1897 á Króki á Rauðasandi. Hann nam lauk stúdentsprófi frá MR árið 1920 og nam lögfræði og hagfræði í Kiel og Berlin 1921-26 og lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Kiel árið 1926. Kristinn fluttist til Akureyrar 1929 og hóf að kenna við Menntaskólann, þar sem hann kenndi í rúm 20 ár eða allt þar til hann varð ráðherra. Frá 1944 var stundakennari samhliða fullu starfi skattstjóra á Akureyri.  Kristinn var kjörinn á Alþingi árið 1947 fyrir Framsóknarflokkinn og gegndi embætti embætti utanríkisráðherra 1953-56. Eftir að ráðherratíð Kristins lauk varð hann sendiherra í Bretlandi og í Sovétríkjunum 1961-67. Kona Kristins hét Elsa Kabow, frá Þýskalandi. Árið 1974 komu æviminningar dr. Kristins Guðmundssonar út á bók, Frá Rauðasandi til Rússíá, Gylfi Gröndal skráði og Setberg gaf út.

Margir hafa búið í Helgamagrastræti 4 um lengri og skemmri tíma eftir tíð Kristins og Elsu, og má þar nefna Tómas Tómasson frá Tyrfingsstöðum í Skagafirði, lengi bóndi í Hörgárdal. Hann var fæddur í maí 1862 og lést 1964, tæplega 102 ára og var þá elstur Norðlendinga. Hann var jafnaldri Akureyrarkaupstaðar og var elsti íbúi bæjarins á 100 ára afmælinu, 1962. Bjó hann hér hjá syni sínum, Elíasi bankamanni og tengdadóttur, Sigrúnu Jónsdóttur. Elías Tómasson var lengi vel bóndi á Hrauni í Öxnadal. Lengi vel voru í húsinu tvær íbúðir, hvor á sinni hæð. Húsið er sem áður segir, nokkurn veginn upprunalegt í útliti að ytra byrði, en gluggum var breytt lítillega árið 1983. Húsið er látlaust og einfalt funkishús og lítur vel út. Húsið hlýtur, líkt og flestöll Byggingafélagshúsin við sunnanvert Helgamagrastrætið, 2. Stigs varðveislugildi í Húsakönnun 2015 sem hluti merkrar heildar. Lóð er einnig vel gróin og ber þar nokkuð á stæðilegum reynitré og grenitré framan við húsið. Myndin er tekin frá Lögbergsgötu þann 24. febrúar 2019 sýnir suður- og austurhlið hússins.

 

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á  slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 767, þ. 4. jan. 1936. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


Bloggfærslur 28. maí 2019

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 28
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 601
  • Frá upphafi: 420854

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 489
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband