Hús viđ Helgamagrastrćti

Hér eru greinar um húsin viđ Helgamagrastrćtiđ, allar á einu bretti. Hús nr. 6 og 17 hafđi ég tekiđ fyrir áriđ 2011 en annars hef ég tekiđ fyrir alla götuna, sem telur alls 43 hús frá 1-53. Vegferđ ţessi hófst um miđjan maí, og hefur ţannig tekiđ um sjö mánuđi, ađ frátöldu nokkurra vikna hléi ţar sem ég tók fyrir hús á Oddeyrinni. En hér eru Helgamagrastrćtishús:

Helgamagrastrćti 1       1936

Helgamagrastrćti 2       1937

Helgamagrastrćti 3       1936

Helgamagrastrćti 4       1936

Helgamagrastrćti 5       1936

Helgamagrastrćti 6       1937

Helgamagrastrćti 7       1936

Helgamagrastrćti 9       1936

Helgamagrastrćti 10      1985

Helgamagrastrćti 11      1937

Helgamagrastrćti 12      1946

Helgamagrastrćti 13      1937

Helgamagrastrćti 15      1946

Helgamagrastrćti 17      1945

Helgamagrastrćti 19      1944

Helgamagrastrćti 20      1946

Helgamagrastrćti 21      1946

Helgamagrastrćti 22      1945

Helgamagrastrćti 23      1944

Helgamagrastrćti 24      1946

Helgamagrastrćti 25      1945

Helgamagrastrćti 26      1949

Helgamagrastrćti 27      1946

Helgamagrastrćti 28      1945

Helgamagrastrćti 30      1943

Helgamagrastrćti 32      1943

Helgamagrastrćti 34      1942

Helgamagrastrćti 36      1945

Helgamagrastrćti 38      1943

Helgamagrastrćti 40      1947

Helgamagrastrćti 42      1942

Helgamagrastrćti 43      1949

Helgamagrastrćti 44      1944

Helgamagrastrćti 45      1945

Helgamagrastrćti 46      1943

Helgamagrastrćti 47      1942

Helgamagrastrćti 48      1945

Helgamagrastrćti 49      1942

Helgamagrastrćti 50      1943

Helgamagrastrćti 51      1945

Helgamagrastrćti 53      1990

Leikskólinn Hólmasól     2005

Međaltal byggingarára húsa viđ Helgamagrastrćtiđ er 1946,19, ţ.a. međalaldur húsa viđ götuna áriđ 2019 er um 73 ár.


Hús dagsins: Helgamagrastrćti 53

Viđ Helgamagrastrćti standa ađeins ţrjú hús, sem byggđ eru eftir 1950. P5030883Eru ţađ Leikskólinn Hólmasól sem byggđur er 2005, Helgamagrastrćti 10 sem byggt er 1985 og Helgamagrastrćti 53, sem jafnframt er nyrsta og lang-langstćrsta hús götunnar. Helgamagrastrćti er fimm hćđa fjölbýlishús byggt 1990 eftir teikningum Hauks Haraldssonar. Ađ byggingunni, sem hófst 1988, stóđ Híbýli hf. En ekki vildi betur til en svo haustiđ 1989 varđ félagiđ  gjaldţrota og kom Akureyrarbćr ađ ţví ađ ljúka viđ bygginguna. Um innréttingu íbúđa sáu SJS verktakar. Efsta hćđin er svokölluđ „penthouse“ nokkurs konar hús ofan á húsi, eđa einbýli ofan á fjölbýli. Hún er minni ađ grunnfleti en húsiđ sjálft en ţar eru tvćr íbúđir. Annars eru fimm íbúđir á hverri af fjórum hćđum hússins, alls 22 íbúđir í öllu húsinu. Lesendur hafa eflaust veitt ţví athygli, ađ sá sem ţetta ritar, minnist á ţađ í hverri einustu húsagrein, ađ margir hafa búiđ eđa ýmsir hafi búiđ í húsunum gegn um tíđina. Og enda ţótt ţetta hús sé miklum mun yngra en flest ţau hús sem fjallađ hefur veriđ um hér á ţađ svo sannarlega viđ hér.

Helgamagrastrćti 53 liggur raunar ađ ţremur götum, norđurhliđ snýr ađ Munkaţverárstrćti sem tengist Ţórunnarstrćti og ţverar Helgamagrastrćtiđ, sem liggur áfram til norđurs og tengist Brekkugötu viđ Hamarkotsklöpp (Myllunef). Ţar snýr húsiđ mót Lögreglustöđinni, sem stendur viđ Ţórunnarstrćtiđ. Og ađ ţeirri götu snýr einmitt vesturhliđ Helgamagrastrćtis 53. Ađkoman ađ húsinu og bílastćđi hússins austanmegin er hins vegar viđ Helgamagrastrćtiđ og telst húsiđ ţví standa viđ ţá götu. Helgamagrastrćti 53 er eitt stćrsta húsiđ á Ytri Brekkunni, hvađ varđar hćđ og rúmtak og er áberandi kennileiti. Hćrri eru ţó blokkirnar Baldurshagi og Myllan viđ neđst viđ Brekkugötu. En ţó má halda ţví til haga, ađ enda ţótt Helgamagrastrćti 53 sé gjörólíkt nćrliggjandi húsum ađ stćrđ og gerđ, er húsiđ međ valmaţaki líkt og funkishúsaröđin nćst sunnan og ofan viđ. Húsakönnun 2015 telur ekki tímabćrt ađ meta varđveislugildi hússins, enda tiltölulega nýlegt til ţess ađ gera. Myndin er tekin ţann 3. maí 2019.

Helgamagrastrćti 53 er eitt ţriggja húsa af 43 viđ Helgamagrastrćti,PC070970 sem byggđ eru eftir 1950. Yngsta húsiđ er Leikskólinn Hólmasól, sem byggđur er 2005 og liggur á milli húsa nr. 27 og 45 viđ götuna. Enda ţótt leikskólinn og lóđ hans sé ţetta nýlegur má segja ađ hann standi á gömlum merg, ţví á ţessari lóđ var leikvöllur frá ţví um miđja 20. öld, ađ Helgamagrastrćtiđ var ađ byggjast. Myndin af Hólmasól er tekin ţann 7.desember 2019; og ţarna má sjá grćn lauf á trjám og runnum.

Heimildir:

Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á  slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

 


Bloggfćrslur 12. desember 2019

Um bloggiđ

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 37
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 327
  • Frá upphafi: 420202

Annađ

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 237
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband