Hús viđ Bjarkarstíg

Hér eru umfjallanir um hús viđ Bjarkarstíg á neđanverđri ytri Brekku. Götunni var í upphafi ćtlađ ađ vera framhald af Krabbastíg en fékk ţetta nafn sumariđ 1943, en nánari umfjöllun um götuna er ađ finna í formála greinarinnar um Bjarkarstíg 1:

Bjarkarstígur 1  (1950)

Bjarkarstígur 2  (1943)

Bjarkarstígur 3  (1945)

Bjarkarstígur 4  (1943)

Bjarkarstígur 5  (1945)

Bjarkarstígur 6; Davíđshús (1943)

Bjarkarstígur 7  (1944)

Húsin viđ Bjarkarstíg eru byggđ á sjö ára tímabili, frá 1943-1950, og á hinu nýja ári, 2019, er međalaldur ţeirra um 74 ár.


Hús viđ Hríseyjargötu

Hér eru söguágrip um hús viđ Hríseyjargötuna eins og hún PB180048leggur sig, syđri og eldri hlutann tók ég fyrir af og til árin 2011-17 en yngri og ytri hlutann tók ég fyrir hús fyrir hús nú í nóvember og desember 2018. Hríseyjargata er stórmerkileg og skemmtileg gata, viđ hana má finna líklega elsta steinsteypuhús Akureyrar ţ.e. Hríseyjargötu 1, sem byggđ er 1903(sést fremst t.v. á efri myndinni til hliđar). Ţađ hús er jafnframt ţađ langelsta viđ götuna, ađ öđru leyti er gatan byggđ á 3.- 5. áratug 20. aldar- auk ţess sem eitt hús frá 1. áratug 21. aldar stendur viđ götuna. Međfylgjandi myndir eru teknar annars vegar viđ Strandgötu, horft til norđurs,PB180857 og hins vegar viđ ytri enda götunnar viđEyrarveg og eru ţćr báđar teknar sunnudaginn 18. nóvember! Ţó má greinilegt ţykja, ađ ekki eru myndirnar teknar samdćgurs en tilfelliđ er, ađ önnur myndin er tekin 2012 en hin 2018.

 

 

 

  

Hríseyjargata 1  (1903)

Hríseyjargata 2  (1925)

Hríseyjargata 3 (1937)

Hríseyjargata 5  (1922)

Hríseyjargata 6  (1931)

Hríseyjargata 7  (2002) *SJÁ hér ađ neđan

Hríseyjargata 8  (1942)

Hríseyjargata 9  (1928)

Hríseyjargata 10 (1942)

Hríseyjargata 11  (1933)

Hríseyjargata 13  (1942)

Hríseyjargata 14  (1941)

Hríseyjargata 15  (1942)

Hríseyjargata 16  (1942)

Hríseyjargata 17  (1943)

Hríseyjargata 18  (1941)

Hríseyjargata 19  (1942)

Hríseyjargata 20  (1941)

Hríseyjargata 21  (1942)

Hríseyjargata 22  (1941)

Sé tekiđ međaltal af byggingarárum fćst út 1939,1 ţ.a. ađ áriđ 2019 verđur međalaldur húsa viđ Hríseyjargötu 80 ár

*Lóđin viđ Hríseyjargötu 7 var framan af óbyggđ en áriđ 2002 var byggt ţar glćsilegt einlyft bárujárnsklćtt timburhús međ háu risi, eftir teikningum Ágústs Hafsteinssonar. Ţađ er sérlega vel heppnađ hús og passar mjög vel inn í hina rótgrónu götumynd. Myndina af Hríseyjargötu 7 tók ég núna fyrr í dag, 29. des 2018.PC290876  


Hús dagsins: Hríseyjargata 10

Hríseyjargötu 10 reisti Kristján Stefánsson 1946 eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar, mögulega ţeirri sömu og ađ Hríseyjargötu 8 . P5010523 Kristján ólst upp í Strandgötu 43, sem stendur ađeins spottakorn frá Hríseyjargötu, en fađir hans, Stefán Jónasson, byggđi ţađ hús áriđ 1920. Hríseyjargata er einlyft steinsteypuhús međ lágu valmaţaki, bárujárn er á ţaki og lóđréttir póstar í gluggum. Á útskoti viđ suđurhliđ er stór gluggi af ţeirri gerđ sem síđuhafi kallar „stofuglugga“ og er hann skemmtilega innrammađur af múrađri grjóthleđslu eđa hleđslumunstri. Ţar mun vera um ađ rćđa viđbyggingu frá 1964, eftir teikningum Tryggva Sćmundssonar . Kristján Stefánsson og kona hans, Kristín Jensdóttir bjuggu hér allt til ársins 2003 eđa í 57 ár og rćktuđu m.a. myndarlegan skrúđgarđ. Elsta heimild sem timarit.is finnur um húsiđ er einmitt frá ágústlokum 1951 ţar sem Kristján hlaut 1. verđlaun Fegrunarfjelags Akureyrar fyrir vel hirtan skrúđgarđ viđ húsiđ.  Enn standa nokkur gróskumikil birki- og reynitré á lóđinni og upprunaleg girđing ađ lóđarmörkum, steyptir stöplar međ járnavirki. (Gaman ađ geta ţess, ađ á ţessari baksíđu Moggans, er greinir frá verđlaunum Kristján fyrir skrúđgarđinn ber mest á mynd af  Jóhanni Svarfdćlingi, býsna vígalegum í hlutverki ógurlegs risa í Hollywood kvikmynd).  Hríseyjargata 10 er látlaust og skemmtilegt hús og í góđri hirđu. Hleđsla viđ glugga á framhliđ ljćr húsinu skemmtilega ásýnd og sérstakan svip. Myndin er tekin á verkalýđsdaginn, 1. maí áriđ 2017.

Heimildir: Guđný Gerđur Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafniđ á Akureyri. Ađgengilegt á pdf formi á slóđinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/Husakonnun_Oddeyri.pdf


Hús dagsins: Hríseyjargata 8

Hríseyjargata byggđist upp á löngum tíma eđa frá aldamótum 1900 og fram undir miđja öldina. Byggingarsögulega mćtti skipta henni í tvennt viđ Eiđsvallagötu, en norđan hennar er yngsti hluti hennar, skipađur steinhúsum í funkisstíl, einlyftum međ valmaţökum. Sunnan Eiđsvallagötu má finna timbur- og steinhús, flest byggđ á 3. og 4. áratugnum. En austanmegin á partinum milli Gránufélagsgötu og Eiđsvallagötu má einnig finna sams konar hús og norđan Eiđsvallagötu, ţ.e. hús nr. 8 og 10.  

Hríseyjargötu 8 byggđi Tryggvi Jónatansson eftir eigin teikningum áriđ 1942. P5010522Húsiđ er einlyft steinsteypuhús međ lágu valmaţaki og hornglugga til SV og útskoti til SA. Á ţaki er bárujárn, steiningu á veggjum og í gluggum lárétta póstar međ opnanlegum ţverfögum. Líklega hefur Tryggvi Jónatansson ekki búiđ hér ţótt hann hafi reist húsiđ, en í elstu heimildum sem koma upp varđandi Hríseyjargötu 8 kemur fyrir nafn Steingríms Sigurđssonar vélsmiđs, en haustiđ 1943 auglýsir hann í Degi „húspart til sölu“ Líklega er ţó ekki um ađ rćđa Hríseyjargötu 8 í ţví tilfelli ţví fram kemur ađ í umrćddum húsparti sé kjallarageymsla. Ýmsir hafa búiđ hér um lengri eđa skemmri tíma, um langt árabil ţau Ingólfur Árnason frá Neđstalandi í Hörgárdal og Margrét Magnúsdóttir, sem fćdd var á Hafnarnesi viđ Fáskrúđsfjörđ. Húsiđ er líkast til ađ mestu óbreytt frá upphafi.  Um 1990 var unnin Húsakönnun á vegum Minjasafnsins á Akureyri um Oddeyrina, á svćđi sem afmarkađist af Glerárgötu í vestri og til međ Eiđsvallagötu í norđri og Hjalteyrargötu í austri. Ţar er húsiđ ekki taliđ hafa varđveislugildi en vikiđ er ađ húsaröđ Tryggva Jónatanssonar viđ Ćgisgötu [1-14], enda ţótt ţau hús standi utan könnunarsvćđis og segir m.a. ađ ţau séu „ [...] merkur ţáttur í húsagerđarsögu Akureyrar og eru merkt framlag til ađ bćta híbýlahćtti [...]“ (Guđný Gerđur Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson 1995: 107). Ţar er jafnframt tekiđ fram, ađ hús nr. 8 og 10 séu af svipađri gerđ og umrćdd hús. Myndin er tekin ţann 1. maí 2017.

Heimildir: Guđný Gerđur Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafniđ á Akureyri. Ađgengilegt á pdf formi á slóđinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/Husakonnun_Oddeyri.pdf


Jólakveđja

                      PC090860 - Copy

               (Jólamyndin í ár er tekin viđ Fálkafell sunnudaginn 9. des sl.og sýnir Akureyri og Vađlaheiđi í vetrarbúningi).


Hús dagsins: Hríseyjargata 22

Ég birti pistil um Hríseyjargötu 19 ţann 19. og nr. 20 ţann 20. og ţá er auđvitađ ekki um annađ ađ rćđa en ađ fylgja ţví eftir. Í dag er 22. des, dagurinn eftir vetrarsólstöđur, og hér Hríseyjargata 22 en byggđi hinn valinkunni bátasmiđur Nói Kristjánsson áriđ 1942. Ekki verđa hins vegar pistlar um 23, 24 eđa ofar einfaldlega vegna ţess, ađ hćsta númer viđ Hríseyjargötu er einmitt 22. Um Hríseyjargötu 21 skrifađi ég í febrúar 2011.  

Kristján Nói Kristjánsson, kallađur Nói bátasmiđur, PB180856fékk áriđ 1941 lóđ viđ Hríseyjargötu, hornlóđ viđ Eyrarveg. Fékk hann ađ byggja íbúđarhús, á einni hćđ og kjallaralaust, 14x9m ađ grunnfleti, steinsteypt og ţiljađ ađ innan međ timbri og ţak járnklćtt úr timbri. Teikningarnar ađ húsinu gerđi Tryggvi Jónatansson. Sú lýsing byggingarnefndar á enn viđ húsiđ; ţađ er einlyft steinsteypuhús međ valmaţaki og útskoti til norđausturs. Gluggar eru međ einföldum lóđréttum fögum og bárujárn á ţaki en veggir múrsléttađir.  

Nói bátasmiđur, sem var frá Innri- Lambadal í Dýrafirđi, hóf ađ stunda skipasmíđar á Akureyri 1924 starfrćkti skipasmíđastöđ sína um áratugaskeiđ og smíđađi marga stćrri og smćrri báta. Ţeirra stćrstur var Fagriklettur sem gerđur út frá Hafnarfirđi, 135 tonn. Trillur, hringnótabáta og snurpubáta og „sand af árabátum“ ađ eigin sögn smíđađi hann, auk ţess sem hann smíđađi fjóra 48 tonna báta fyrir Nýsköpunarstjórnina. Hér má sjá mynd af Gylfa EA628 sem Nói smíđađi fyrir Valtý Ţorsteinsson í Rauđuvík áriđ 1939. Nói var sérlega afkastamikill og víđfrćgur fyrir báta sína og skip og ţegar Erlingur Davíđsson  heimsótti hann hingađ í Hríseyjargötu 21 í fyrsta bindi bókaflokksins Aldnir hafa orđiđ áriđ 1972 var hann enn ađ, 76 ára gamall (Nói var fćddur 1896). Erlingur gaf sex árum síđar út ćvisögu Nóa, sem kallađist einfaldlega „Nói bátasmiđur“.  Kristján Nói Kristjánsson lést 1983.  

Húsiđ, sem  er ţađ ysta viđ austanverđa Hríseyjargötu, er nćsta lítiđ breytt ađ ytra byrđi frá upphafi og í mjög góđri hirđu, ţak virđist t.d. nýlegt sem og hurđir og gluggar. Ţađ er hluti skemmtilegrar og samstćđrar heildar funkishúsa međ valmaţökum frá árunum 1940-43 og kallast sú heild einnig skemmtilega á viđ ađra sambćrilega röđ, eilítiđ eldri viđ Ćgisgötuna, nćst vestan viđ. Snyrtilegir runnar eru á lóđarmörkum og er húsiđ og lóđin til mikillar prýđi á ţessum stađ, horni Eyrarvegar og Hríseyjargötu. Myndin er tekin sunnudaginn 18. nóvember 2018 en ţá var síđuhafi á vappi um Hríseyjargötuna međ myndavélina, í haustblíđu og nćrri 10 stiga hita.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerđir 1941-48. Fundur nr. 882, 22. ágúst 1941. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.

Erlingur Davíđsson. 1973. Aldnir hafa orđiđ I bindi: Nói bátasmiđur. Akureyri: Skjaldborg.


Hús dagsins: Hríseyjargata 20

Ég birti pistil um hús nr. 19 ţann 19. ćtli ţađ sé ţá ekki einbođiđ ađ birta pistil um nr. 20 ţann 20. wink 

Skapti Áskelsson skipasmíđameistari, löngum kenndur viđ Slippinn, fékk áriđ 1941 lóđ viđ Hríseyjargötu „ţriđju lóđ norđan viđ hús Bjarna Ţorbergssonar“. PB180855[Ţar er átt viđ hús nr. 14, sem ţá var eitt húsa risiđ austanmegin viđ Hríseyjargötu, norđan Eiđsvallagötu] Ţá fékk hann ađ byggja á lóđinni hús á einni hćđ úr steinsteypu og međ timburţaki, 8,80x8,20m ađ grunnfleti. Tók byggingarnefnd fram, ađ óvíst vćri hvort hćgt yrđi ađ leggja vatn ađ lóđinni fyrst um sinn. Tveimur árum síđar fékk Skapti ađ reisa viđbót viđ hús sitt, steinsteypta byggingu međ timburţaki, 5,0x3,0m ađ stćrđ.

Hríseyjargata 20 er einlyft steinsteypuhús međ nokkuđ háu valmaţaki. Á ţaki er stallađ bárujárn, sem síđuhafa ţykir ćvinlega freistandi ađ kalla skífustál vegna ţess hve áferđin minnir á steinskífuklćđningu og veggir eru einangrađir međ frauđplasti og múrhúđađir. Lóđréttir póstar međ opnanlegum ţverfögum eru í gluggum. Á lóđinni er einnig bílskúr norđaustanmegin á lóđ og byggt var viđ húsiđ til norđurs, eftir teikningum Haraldar Árnasonar, teiknistofu HSÁ. Skapti Áskelsson, sem fćddur var á Austari-Krókum í Fnjóskadal áriđ 1908, má međ sanni segja, ađ hafi veriđ einn af máttarstólpum akureyrsk atvinnulífs á 20. öld. Hann, ásamt fleirum, tók áriđ 1946 nýbyggđa dráttarbraut bćjarins á leigu og 22. nóvember 1952 var haldinn stofnfundur Slippstöđvarinnar, sem var lengi vel ein helsta skipasmíđastöđ landsins og einn af helstu atvinnurekendum bćjarins. Síđar stofnađi Skapti, ásamt Hallgrími syni sínum byggingavöruverslunina Skapta hf.  Og starfađi sú verlsun fram yfir 1990. Bragi Sigurjónsson ritađi ćvisögu Skapta Áskelssonar áriđ 1985 og hét sú bók einfaldlega „Skapti í Slippnum“.  Í minningargrein um Skapta, sem lést áriđ 1993 segir Bragi „ Um fjölda ára stigu fáir mikilúđlegri né eftirtektarverđari menn um götur Akureyrarkaupstađar en Skapti Áskelsson, Skapti í Slippnum, eins og Akureyringum var lengi tamast ađ kalla hann.“  (Mbl. 15.7.1993: 14).

Skapti og eiginkona hans, Guđfinna Hallgrímsdóttir frá Glúmsstöđum í Fljótsdal, bjuggu hér ásamt börnum sínum í fimm ár, en 1946 byggđu ţau hús viđ Norđurgötu 53. Ýmsir hafa átt og búiđ í Hríseyjargötu 20 síđan ţá, en húsinu hefur líkast til alla tíđ veriđ vel viđ haldiđ. Alltént er húsiđ í afbragđs góđri hirđu, nýtt ţak á húsinu og hefur allt fengiđ yfirhalningu. Lóđin er einnig vel frágengin og smekkleg, viđ húsiđ er vandađur sólpallur, tjörn međ timburbrú svo fátt eitt sé nefnt. . Eftir ţví sem sá sem ţetta ritar kemst nćst hefur ekki veriđ unnin húsakönnun fyrir ţennan ytri hluta Hríseyjargötu ţannig ađ varđveislugildi Hríseyjargötu 20 liggur ekki fyrir. Ţađ er hins vegar álit ţess sem ţetta ritar, ađ Hríseyjargatan sem heild eigi öll ađ njóta varđveislugildis. Myndin er tekin ţann 18. nóv. 2018. Myndin er tekin ţann 18. nóvember 2018.  

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerđir 1941-48. Fundur nr. 878, 4. júlí 1941. Fundur nr. 948, 2. júlí 1943. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.


Hús dagsins: Hríseyjargata 19

Úr Bjarkarstígnum bregđum viđ okkur aftur ađ funkishúsaröđinni viđ utanverđa Hríseyjargötu, og nú er komiđ ađ Hríseyjargötu 19, sem byggđ er 1941-42.

Lúđvík Jónsson fékk áriđ 1941 lóđ viđ Hríseyjargötu ásamt byggingarleyfi. PB180858Hann fékk ađ reisa íbúđarhús, steinsteypt hús á einni hćđ međ valmaţaki, veggir hlađnir úr r- steini og ţak járnklćtt úr timbri. Stćrđ hússins 7,10x8,25m eđa um 60 m2 ađ grunnfleti. Ekki fylgir sögunni hver teiknađi, en á Landupplýsingakerfinu má finna raflagnateikningar af húsinu eftir Eyjólf Hjörleifsson.  Ţeim sem ţetta ritar ţykir húsiđ svipa ţó nokkuđ til húsa nr. 5-8 viđ Ćgisgötu, sem Tryggvi Jónatansson teiknađi og voru byggđ árin 1936-39. Hríseyjargata 19 er einlyft steinhús međ valmaţaki međ horngluggum á suđurhliđ, í anda funkisstefnunar. Bakálma er til norđvesturs međ aflíđandi einhalla ţaki og verönd viđ bakhliđina. Krosspóstar eru í gluggum og bárujárn á ţaki. Á NV horni lóđar er einnig bílskúr.

Lúđvík Jónsson hefur líklega búiđ ţarna ein 8 ár, en hann auglýsir húsiđ til sölu í ársbyrjun 1950    og síđar sama ár búa ţarna ţau Sigurbjörn Yngvi Ţórisson vélstjóri og Brynhildur Arnaldsdóttir, sem einmitt giftu sig ţetta sumar, svo sem kemur fram undir dálkinum Bćjarfréttir í međfylgjandi tengli. Sigurbjörn og Brynhildur bjuggu hér um árabil eđa fram yfir 1980 (hann lést 1981), en ýmsir hafa búiđ hér síđan. Húsiđ er nćsta lítiđ breytt frá upphafi, en áriđ 1995 voru gerđar teikningar ađ viđbyggingu til suđurs ásamt nýjum gluggum, en hiđ síđarnefnda virđist ađeins hafa orđiđ raunin. Húsiđ er í afbragđs góđri hirđu og lítur vel út, nýlegir (um 20 ára) gluggapóstar gefa húsinu einnig skemmtilegan svip. Lóđin er einnig vel gróin og vel hirt, ţar ber mikiđ á gróskumiklu birkitré sunnan húss, framarlega á lóđ (ţó ekki sé gróandinn mikill á međfylgjandi mynd sem tekin er um um miđjan nóvember). Viđ götu er einnig steinveggur međ járnavirki, mjög vel viđ haldiđ og líklega upprunalegur. Í stuttu máli, er Hríseyjargata 19 látlaust og smekklegt hús í góđri hirđu og hús og lóđ til mikillar prýđi í umhverfinu. Ein íbúđ er í húsinu og hefur veriđ alla tíđ. Myndin er tekin ţann 18. nóv. 2018.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerđir 1941-48. Fundur nr. 917, 5. sept 1941. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.


Hús dagsins: Bjarkarstígur 7

Eftir ađ hafa dvaliđ sl. vikur viđ Hríseyjargötu auk viđkomu í Glerárţorpi bregđum viđ okkur aftur í Bjarkarstíginn á Brekkunni. 

Síđla vetrar  1944 fékk Bragi Sigurjónsson, síđar alţingismađur og landbúnađar- og PA090815iđnađarráđherra, lóđ vestarlega í Bjarkarstíg, nćstu lóđ viđ hornlóđ viđ Helgamagrastrćti og Bjarkarstíg. Í kjölfariđ fékk byggja íbúđarhús, eina hćđ á kjallara úr steinsteypu međ flötu steinţaki. 9,5x8,3m ađ stćrđ auk útskota: ađ sunnan, 1,9x5m og vestan 1,0x4,7m. Litlu síđar fékk Bragi ađ breyta ţaki hússins úr flötu í járnklćtt valmaţak međ steyptri ţakrennu. Teikningarnar gerđi Adam Magnússon trésmiđur, sem skömmu áđur hafđi reist hús viđ Bjarkarstíg 2.

Sú lýsing sem gefin er upp í bókunum Byggingarnefndar á ađ mestu leyti viđ húsiđ enn í dag, ţađ er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara (raunar er kjallari ţađ hár ađ sjálfsagt mćtti kalla hann jarđhćđ eđa segja húsiđ tvílyft) međ valmaţaki, útskoti til vesturs og steyptum tröppum og inngangi á efri hćđ í kverkinni á milli álmanna. Steining er á veggjum og bárujárn á ţaki en einfaldir póstar í gluggum.

Ein af helstu heimildum höfundum viđ ritun greinanna hér á síđunni er gagnagrunnurinn timarit.is. Ţađ er ekki óalgengt, ađ sé íbúđarhúsi frá 5. áratugnum flett upp ţar ađ um 50-70 niđurstöđur komi upp. En sé Bjarkarstíg 7  flett upp á timarit.is birtast hvorki meira né minna en 514 niđurstöđur og ţar af 309 frá bilinu 1950-59. Ástćđan fyrir ţví er sú, ađ á ţessum árum var Bragi Sigurjónsson ritstjóri Alţýđumannsins og var heimilisfangs hans getiđ í hverju einasta tölublađi. Bragi gegndi hinum ýmsu störfum gegn um tíđina, viđ kennslu og fulltrúi viđ almannatryggingar og útibústjóri Útvegsbankans og ritstjóri. Hann var kjörinn á Alţingi 1967 og sat ţar til 1971, og sat sem landbúnađar- og iđnađarráđherra 1979-80 í ríkisstjórn Benedikts Gröndal. Bragi var auk ţess rithöfundur og skáld. Međal ţekktustu rita Braga er líklega safnritiđ Göngur og réttir sem kom út á árunum 1948-53. Bćkurnar hafa, eins og nafniđ gefur til kynna, ađ geyma ýmsar frásagnir af göngum, gangasvćđum og gangna- og réttatilhögum, ađ ógleymdum svađilförum og ćvintýrum gangnamanna. Bragi bjó hér ásamt konu sinni Helgu Jónsdóttur allt til ćviloka, 1995 en Helga lést ári síđar. Eins og gjarnt er ţegar sömu eigendur eru ađ húsum frá upphafi og í áratugi – í ţessu tilfelli ríflega hálfa öld- er húsiđ lítiđ breytt frá upphafi en ađ sama skapi í mjög góđri hirđu. Lóđin er einnig vel hirt og gróskumikil, ţar eru m.a. mörg stćđileg birkitré, sérlega viđeigandi á Bjarkarstíg, sem Bragi og Helga hafa vćntanlega gróđursett á sínum tíma. Á lóđarmörkum er einnig, eins og segir í Húsakönnun  2015 „upprunaleg vönduđ girđing viđ götu“ (Ak. bćr, Teiknistofa arkitekta 2015: 31) steyptir stöplar međ járnavirki. Í sömu Húsakönnun er húsiđ metiđ međ varđveislugildi sem hluti af ţeirri samstćđu heild sem húsaröđin viđ Bjarkarstíg er. Međfylgjandi mynd er tekinn í haustblíđunni ţann 9. október 2018.

Heimildir: Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerđir 1941-57. Fundur nr. 969, 20. mars 1944. Fundur nr. 971, 14. Apríl  1944. Fundur nr. 983, 21. Júlí 1944. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.

 

 


Hús dagsins: Hríseyjargata 18

Ţađ er óneitanlega dálítiđ skemmtileg tilviljun, ađ mađur frá Hrísey byggi hús viđ PB180854Hríseyjargötu. En kannski var ţađ enginn tilviljun ađ Hríseyingurinn Ţorgils Baldvinsson, sjómađur og verkamađur, skyldi sćkja um lóđ og byggingarleyfi viđ Hríseyjargötu. En ţađ var áriđ 1941, og skyldi hús Ţorgils vera ein hćđ á lágum grunni međ lágu valmaţaki, byggt úr r-steini, 8,8x7,2m ađ stćrđ auk útskots viđ NA- horn, 1,8x3m. Húsiđ er ţannig ekki ósvipađ ţeim húsum sem risu viđ götuna um ţetta leyti. Ţađ fylgir hins vegar ekki sögunni hver teiknađi húsiđ.

Hríseyjargata 18 er einlyft steinhús međ háu valmaţaki. Í gluggum eru lóđréttir póstar međ opnanlegum ţverfögum en bárujárn á ţaki. Horngluggar í anda funkisstefnunar eru á SV horni. Ţorgils, sá er byggđi húsiđ,  bjó líklega ađeins 2 – 3 ár hér, ţví 1944 selur hann húsiđ og flytur aftur til Hríseyjar ţar sem hann bjó alla tíđ síđan ( hann lést 1967) Ýmsir hafa búiđ í húsinu gegn um tíđina, en sé heimilisfanginu flett upp á timarit.is koma upp 16 niđurstöđur, sú elsta frá haustinu 1952 ţar sem Edda nokkur Scheving, hér búsett, auglýsir eftir nemendum í upplestrartíma. Húsiđ er í megindráttum óbreytt frá upphafi. Áriđ 2003 var byggđur bílskúr eftir teikningum Árna Gunnars Kristjánssonar, steypt bygging međ flötu ţaki á norđausturhorni lóđar  sem tengist húsinu viđ útskotiđ ađ norđaustanverđu. Mjög vel hefur tekist til viđ frágang og tengingu viđbyggingar viđ eldra hús.

Hríseyjargata 18 er smekklegt og látlaust hús í mjög góđri hirđu og til mikillar prýđi. Lóđ er einnig vel hirt og gróin, m.a. eru ţar nokkur gróskumikil reynitré. Á lóđarmörkum er steyptur veggur međ járnavirki, vćntanlega upprunalegur. Eftir ţví sem sá sem ţetta ritar kemst nćst hefur ekki veriđ unnin húsakönnun fyrir ţennan ytri hluta Hríseyjargötu ţannig ađ varđveislugildi Hríseyjargötu 18 liggur ekki fyrir. Ţađ er hins vegar álit ţess sem ţetta ritar, ađ Hríseyjargatan sem heild eigi öll ađ njóta varđveislugildis. Myndin er tekin ţann 18. nóv. 2018.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerđir 1941-48. Fundur nr. 876, 6. júní 1941. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.


Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson
Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.
Des. 2018
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • P2240890
 • P2240897
 • P8310023
 • P2240898
 • P2240899

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.6.): 8
 • Sl. sólarhring: 36
 • Sl. viku: 962
 • Frá upphafi: 240626

Annađ

 • Innlit í dag: 7
 • Innlit sl. viku: 407
 • Gestir í dag: 7
 • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband