104 elstu húsin á Akureyri

Húsasögugrúskið hjá síðuhafa felst ekki eingöngu í því, að færa inn myndir og söguágrip hér inn. Ég held einnig skrá yfir byggingarár, húsbyggjendur og teiknara í Excel og það býður upp á vissa möguleika, þó ekki væri nema að halda sæmilega skrá yfir þau hús, sem ég hef tekið fyrir hér. Með skráningu í Excel er einnig hægt að leika sér með ýmsa lista og tölfræði.  Ég ákvað, svona til gamans, og í tilefni af áratugs afmælis "Húsa dagsins" að taka saman lista yfir 100 elstu hús Akureyrar. En það er nú reyndar ekki svo einfalt, því svo vill til, að húsin verða að vera 103 á þessum lista, svo öll hús byggð 1903 fái að vera með. Áður en lengra er haldið skal tekið fram, að á þessum lista eru fjölmargir fyrirvarar og hvorki skyldi taka hann of hátíðlega né bókstaflega.

Fyrir það fyrsta má nefna, að í sumum tilfellum ber heimildum ekki saman um byggingarár og þá getur byggingarárum skeikað um einhver ár. Í einhverjum tilvikum er það svo, að enginn veit byggingarárið með vissu. Þá getur vel hugsast, að ég hafi gleymt einhverjum húsum o.s.frv. En eftirfarandi eru 102 elstu hús Akureyrar, samkvæmt þeim upplýsingum og heimildum sem síðuhafi hefur viðað að sér og eftir hans bestu vitund. Að sjálfsögðu fylgja tenglar á umfjallanir um þau hér á síðunni (en ekki hvað). Undantekning er reyndar Miðgarðakirkja, þar  vísar tengillinn á umsögn Minjastofnunar. Vona ég kæru lesendur, að þið hafið af þessum lista gagn og ekki síst gaman.

Ath. í tilfellum jafn gamalla húsa gildir að öllu jöfnu stafrófs- og númeraröð við götur.

 

 HúsByggingarárHverfi
1Hafnarstræti 11; Laxdalshús1795Innbær
2Aðalstræti 141835Innbær
3Aðalstræti 521840Innbær
4Lækjargata 2a1840Innbær
5Aðalstræti 661843Innbær
6Aðalstræti 66b1845Innbær
7Aðalstræti 56 Minjasafnskirkjan1846Innbær
8Aðalstræti 621846Innbær
9Eyrarlandsstofa (í Lystigarðinum)1848Brekka
10Aðalstræti 46 ; Friðbjarnarhús1849Innbær
11Aðalstræti 501849Innbær
12Aðalstræti 54; Nonnahús1849Innbær
13Aðalstræti 21850Innbær
14Aðalstræti 61850Innbær
15Aðalstræti 401851Innbær
16Aðalstræti 421852Innbær
17Aðalstræti 321854Innbær
18Aðalstræti 441854Innbær
19Aðalstræti 741857Innbær
20Aðalstræti 4; Gamla Apótekið1859Innbær
21Lögmannshlíðarkirkja1861(ofan við) Glerárþorp
22Miðgarðakirkja (umfjöllun Minjastofnunar)1867Grímsey
23Lækjargata 41870Innbær
24Strandgata 49; Gránufélagshúsin1873Oddeyrartangi
25Lækjargata 111874Innbær
26Strandgata 271876Oddeyri
27Aðalstræti 341877Innbær
28Aðalstræti 361877Innbær
29Lækjargata 71877Innbær
30Fróðasund 10a (áður Norðurgata 7)1877Oddeyri
31Lundargata 21879Oddeyri
32Lækjargata 181880Innbær
33Norðurgata111880Oddeyri
34Norðurgata 17; Gamla Prentsmiðjan, “Steinhúsið”1880Oddeyri
35Strandgata 171885Oddeyri
36Hús Hákarla Jörundar1885Hrísey
37Grundargata 31886Innbær
38Lækjargata 61886Oddeyri
39Norðurgata 131886Oddeyri
40Strandgata 191886Oddeyri
41Strandgata 211886Oddeyri
42Strandgata 351888Oddeyri
43Fróðasund 11 (áður Norðurgata 9)1890Oddeyri
44Aðalstræti 381892Innbær
45Hafnarstræti 21892Innbær
46Lækjargata 21894Innbær
47 Lækjargata 9a1894Innbær
48 Hafnarstræti 49 1895Innbær
49Lækjargata 91895Innbær
50Lundargata 51895Oddeyri
51Lundargata 71895Oddeyri
52Wathne hús1895Innbær/Oddeyrartangi
53Aðalstræti 54b1896Innbær
54Lækjargata 31896Innbær
55Lundargata 91896Oddeyri
56Grundargata 51896Oddeyri
57Aðalstræti 201897Innbær
58Lundargata 61897Oddeyri
59Norðurgata 21897Oddeyri
60Norðurgata 41897Oddeyri
61Ránargata 13 (áður Hafnarstræti 107)1897Oddeyri
62Byggðavegur 142 (áður íbúðarhús á Gefjun)1898Brekka
63Aðalstræti 131898Innbær
64Aðalstræti 221898Innbær
65Hafnarstræti 901898Miðbær
66Lundargata 81898Oddeyri
67Lundargata 111898Oddeyri
68Lundargata 131898Oddeyri
69Lundargata 151898Oddeyri
70Norðurgata 61898Oddeyri
71Aðalstræti 171899Innbær
72Spítalavegur 91899Innbær
73Norðurgata 3 *(eyðilagðist í bruna 17. nóv. 2019)1899Oddeyri
74Aðalstræti 161900Innbær
75Glerárgata 11900Oddeyri
76Hafnarstræti 53; Gamli Barnaskólinn1900Innbær
77Hafnarstræti 881900Miðbær
78Hafnarstræti 921900Miðbær
79Lækjargata 2b1900Innbær
80Norðurgata 11900Oddeyri
81Brekkugata 11901Miðbær
82Hafnarstræti 63; Sjónarhæð1901Innbær
83Strandgata 411901Oddeyri
84Aðalstræti 101902Innbær
85Brekkugata 51902Miðbær
86Grundargata 41902Oddeyri
87Hafnarstræti 181902Innbær
88Hvoll (Stafholt 10)1902Glerárþorp
89Norðurgata 151902Oddeyri
90Aðalstræti 151903Innbær
91Aðalstræti 241903Miðbær
92Aðalstræti 631903Innbær
93Brekkugata 31903Innbær
94Brekkugata 71903Miðbær
95Grundargata 61903Oddeyri
96Hafnarstræti 31903Innbær

97

98

Hafnarstræti 23

Hafnarstræti 37 (eyðilagðist í bruna 19. maí 2020) 

1903

1903

Innbær

Innbær

99Hafnarstræti 411903Innbær
100Hafnarstræti 861903Miðbær
101Hríseyjargata 11903Oddeyri
102Spítalavegur 11903Innbær
103

Spítalavegur 8

1903Innbær
104Sigurhæðir (Eyrarlandsvegur 3)1903Miðbær

 

Hér er smáræðis tölfræði, svona til gamans:

STAÐSETNING ELSTU HÚSA BÆJARINS 

Á Akureyri standa 72 hús sem byggð eru fyrir 1900.                                                             

53 af 103 elstu húsum Akureyrar standa í Innbænum.                                                 

34 af 103 elstu húsum Akureyri standa á Oddeyri (Wathnes hús þ.m.t.). Eitt þeirra stóð upprunalega í Miðbænum.                                                       

10 af 103 elstu húsum Akureyrar standa í Miðbænum                                                   

2 af 103 elstu húsum Akureyrar standa á Brekkunni.                                                                                     

1 (a.m.k.) af 102 elstu húsum Akureyrar stendur í Hrísey (Þekki því miður ekki nægilega vel til þarna, eiginlega skömm frá að segja). 

1 (a.m.k.) af 103 elstu húsum Akureyrar stendur í Grímsey (Þar gegnir sama máli hjá síðuhafa og Hrísey)                                                          

2 af 102 elstu húsum Akureyrar standa norðan Glerár. Elsta hús Akureyrar norðan Glerár, Lögmannshlíðarkirkja stendur í Kræklingahlíð en Hvoll stendur í Glerárþorpi. Þess má reyndar geta, að heimildum ber ekki saman um byggingarár Hvols, hef séð byggingarárið 1904-06 í því samhengi. Hér hef ég hins vegar ákveðið að leyfa Hvoli að njóta vafans.                                                 

Þess má raunar geta, að 19 af 20 elstu húsum Akureyrar standa í Innbænum, undantekningin er Eyrarlandsstofa sem stendur á Brekkunni.

BYGGINGARTÍMABIL ELSTU HÚSA BÆJARINS                                                     

2 hús eru byggð fyrir 1840                                                         

10 hús eru byggð 1840-49                                                          

8 hús eru byggð 1850-59                                                            

2 hús eru byggð 1860-69                                                

9 hús eru byggð 1870-79                                                            

11 hús eru byggð 1880-89                                                          

31 hús eru byggð 1890-99                                                         

30 af 102 elstu húsum Akureyrar eru byggð eftir 1900, nánar til tekið 1900 til 1903.

Á Akureyri standa þannig 73 hús sem byggð eru fyrir 1900.                                                                                          

Meðaltal byggingarára elstu húsa Akureyrar er 1884,36 sem myndi námundast í 1884. Þ.e. árið 2019 er meðalaldur 103 elstu húsa Akureyrar 135 ár.             

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 59
  • Sl. viku: 419
  • Frá upphafi: 440776

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 199
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband