Húsaannáll 2020

Hér gefur að líta, á einu bretti, "Hús dagsins" færslur ársins 2020. Á nýliðnu ári var ég fyrst og fremst staddur á syðri Brekkunni, Oddeyri, Miðbænum og fáein hús tók ég fyrir í Innbænum. Að mörgu leyti var þarna um að ræða hús við götur, sem ég hafði fjallað um að hluta til á árum áður en þótti upplagt, að bæta við. En hér eru "Hús dagsins" ársins 2020. 

 

JANÚAR

 

6. jan.

Möðruvallastræti 6 

1940

11. jan.

Möðruvallastræti 7 

1942

16. jan.

Möðruvallastræti 8   (1943)

1943

21. jan.

Möðruvallastræti 9 

1946

25. jan.

Möðruvallastræti 10

1938

29. jan.

Laugargata 1

1944

 

FEBRÚAR

 

3. feb.

Laugargata 2

1947

7. feb.

Laugargata 3

1944

10. feb.

Þingvallastræti 18

1935

15. feb.

Hamarstígur 10

1938

19. feb.

Skólastígur 1 

1942

27. feb.

Skólastígur 3

1943

 

MARS

 

4. mars

Skólastígur 5

1946

7. mars

Skólastígur 7

1943

12. mars

Skólastígur 9

1949

17. mars

Skólastígur 11

1947

21. mars

Skólastígur 13

1948

25. mars

Hrafnagilsstræti 12 (Páls Briemsgata 20)

1935

29. mars

Hrafnagilsstræti 14

1935

 

APRÍL

 

1. apríl

Ráðhústorg 7

1931

5. apríl

Ráðhústorg 9

1930

11. apríl

Skipagata 1

1931

17. apríl

Skipagata 2

1930

28. apríl

Skipagata 5 

1931

 

MAÍ

 

1. maí

Hólabraut 18

1944

6. maí

Hólabraut 19

1944

14. maí

Hólabraut 20

1944

21. maí

Hólabraut 22

1947

28. maí

Hólabraut 16

1945

 

JÚNÍ

 

3. júní

Skipagata 4 

1933

10. júní

Skipagata 6 

1942

15. júní

Skipagata 7

1942

19. júní

Skipagata 8 

1939

23. júní

Skipagata 9 

1996

 

JÚLÍ

 

3. júlí

Skipagata 12 

1949

15. júlí

Skipagata 14

1952

20. júlí

Skipagata 16 

1992

25. júlí

Geislagata 7

1943

31. júlí.

Hólabraut 12

1986

 

ÁGÚST

 

4. ágúst

Geislagata 12

1943

13. ágúst

Strandgata 1

1953

23. ágúst

Glerárgata 14

1954

29. ágúst

Glerárgata 16

1946

 

SEPTEMBER

 

6. sept.

Glerárgata 18

1946

18. sept.

Grænagata 2

1952

27. sept.

Grænagata 4

1946

         "

Grænagata 6* (sama grein og Grænagata 4)

1946

 

OKTÓBER

 

3. okt.

Grænagata 8

1946

      "

Grænagata 10* (sama grein og Grænagata 8)

1946

5. okt.

Grænagata 12

1962

16. okt.

Gránufélagsgata 4

1945

24. okt.

Gránufélagsgata 49

1946

 

NÓVEMBER

 

3. nóv.

Gránufélagsgata 46

1942

9. nóv.

Gránufélagsgata 47

1947

12. nóv.

Gránufélagsgata 45

1951

18. nóv.

Geislagata 5

1952

25. nóv.

Hafnarstræti 7

1947

 

DESEMBER

 

1. des.

Hafnarstræti 9

1948

6. des.

Hafnarstræti 17

1945

9. des.

Hafnarstræti 21

1957

10. des.

Hafnarstræti 23b

1926

12. des.

Hafnarstræti 81

1941

17. des.

Hafnarstræti 83-85

1933

21. des.

Hafnarstræti 95

1971

22. des.

Hafnarstræti 97

1992

27. des.

Hafnarstræti 107

1954

29. des.

Hafnarstræti 6

1942

   
   
 

Meðaltal byggingarára

1946,791

 Á árinu 2020 tók ég fyrir alls 67 hús. Elsta húsið, Hafnarstræti 23b, er 94 ára, en það yngsta, Skipagata 9, er 24 ára. Eins og sjá er meðaltal byggingarára "Húsa dagsins" u.þ.b. 1946,8, þannig að meðalaldurinn er um 74 ár.

Í fyrsta skipti frá upphafi þessarar vegferðar, fjallaði ég, á árinu 2020, eingöngu um hús sem  byggð voru á 20. öld. Það kemur e.t.v. ekki á óvart, að ég er einfaldlega löngu búinn að fjalla um flest þau hús á Akureyri, sem byggð eru fyrir 1900, en þau munu vera ríflega 70 talsins, eftir því sem ég kemst næst. (Hér er sá fyrirvari, að ég þekki minna til í Hrísey og Grímsey- en mögulega bæti ég einhvern tíma úr því).

En hvaða hús munu birtast hér á árinu 2021 ? Því er fljótsvarað- það er óákveðið. Fyrsta hús dagsins á árinu 2021 birtist á næstu dögum, þá eru nokkur hús frá 5. áratugnum við götu eina, sem ég ljósmyndaði sl. haust og tek fyrir núna í janúar. Þá er mögulegt, að ég birti einhverja ítarlegri pistla um gömlu býli Glerárþorps. Í einhverjum tilfellum voru þau aðeins "afgreidd" hér með fáeinum setningum- þá vegna skorts á heimildum- sem ég hef komist yfir í millitíðinni. Sjáum bara til smile.  


Nýárskveðja

Óska lesendum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir það liðna.laughingcool

 

Megi sem flestir landsmenn- og jarðarbúar allir- verða bólusettir gegn veiruófétinu skæða á nýju ári og heimsbyggðin öðlast hjarðónæmi.smile

P1010974

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(Nýársmyndin sýnir héluð strá við Suðurbraut á Ásbrú og er myndin tekin laust fyrir hádegi í dag, 1. jan. 2021). 

  


Hús dagsins: Hafnarstræti 6

Hafnarstræti 6 stendur  á uppfyllingu frá árinu 1900, PB290974en Sigtryggur Jónsson fékk þá lóðina og annaðist landfyllingu sjálfur. En þessar syðstu lóðir Hafnarstrætis austanmegin  voru allar fengnar með uppfyllingu, sem fengin var úr brekkunni ofan Aðalstrætis.  (Raunar eru flest hús við austanvert Hafnarstrætið endilangt reist á uppfyllingum). Byggingarleyfi nýtti Sigtryggur ekki, en síðar voru þarna öskuhaugar Innbæjarins. Það var síðan árið 1942 að Gunnar Thorarensen reisti núverandi hús. Hann fékk leyfi til að reisa íbúðarhús úr steinsteypu á tveimur hæðum með flötu þaki og járnbentum steinloftum . Mál hússins 9,8x9,4m, auk útskots að vestan 1x5,3m og norðan 1x4,1m. Hvorki kemur fram í Húsakönnun 2012 hver teiknaði hússins né heldur eru upprunalegar teikningar aðgengilegar á landupplýsingavefnum. Þar er hins vegar að finna óundirritaðar járnateikningar að húsinu.

Hafnarstræti 6 er tvílyft steinsteypuhús með flötu þaki. Krosspóstar eru í gluggum, skeljasandur á veggjum og dúkur á þaki. Útskot eru til norðurs og á framhlið.

Gunnar Thorarensen var Akureyringur, nánar tiltekið Innbæingur, en foreldrar hans voru þau Þórður Thorarensen gullsmiður og Anna Jóhannesdóttir. Þórður reisti húsið Aðalstræti 13 árið 1898 og var Gunnar fæddur þar (1904) og uppalinn. Stendur það hús, æskuheimili Gunnars, aðeins fáeinum tugum metra sunnan Hafnarstrætis 6. Gunnar var alla tíð verslunarmaður, lengst af umboðsmaður Olíuverslunar Íslands. Hann var einn af stofnendum Skautafélags Akureyrar árið 1937. Eiginkona Gunnars var Hólmfríður Thorarensen, frá Víðigerði í Hrafnagilshreppi. Bjuggu þau Gunnar og Hólmfríður í Hafnarstræti 6 í áratugi með miklum myndarskap. Þau gróðursettu fjölda trjáa og stunduðu ýmsa blómarækt. Er lóðin, sem er nokkuð víðlend, sem lítill skógur á að líta.  Þá reistu þau bílskúr á lóðinni árið 1962. Gunnar bjó hér til dánardægurs, 1983 og bjó Hólmfríður áfram í húsinu einhver ár eftir lát hans. Hún lést árið 1994. Hafa síðan nokkrir átt húsið og búið hér og öllum auðnast að halda því vel við.

Hafnarstræti 6 er látlaust en reisulegt funkishús. Það er að mestu óbreytt frá upphaflegri gerð og í mjög góðri hirðu og frágangur allur hinn snyrtilegasti.  Lóðin er sem áður segir, afar stór, samanborið við nærliggjandi lóðir eða rúmir 2300m2 og eru þar fjölmörg gróskumikil tré, raunar er lóðin eins og smá skógarreitur. Ber þar mest á reyni- og birkitrjám, en einnig eru þarna nokkur grenitré. Á lóðarmörkum er einnig skrautleg girðing með steinstöplum og járnavirki Húsið og lóðin eru til mikillar prýði í umhverfinu. Í Húsakönnun 2012 er húsið metið sem hluti heildar, sem vert er að varðveita með hverfisvernd í skipulagi. Húsið er einbýlishús og hefur verið það alla tíð. Myndin er tekin þann 29. nóvember 2020.

 

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 925, 11. sept 1942. Óprentað, óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Steindór Steindórsson. (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.


Hús dagsins: Hafnarstræti 107

Útvörður  Hafnarstrætis í norðri er hið mikla stórhýsi, sem löngum hefur verið kennt við Útvegsbankann. Stendur það við rætur Brekkunnar norðan megin neðan Skátagils, en þeim megin gerist brekkan ávalari en sunnan giljanna, Skáta- og Grófargils.  Líkt og á öllum lóðum við þennan ysta hluta Hafnarstrætis að vestanverðu er ekki um að ræða upprunalegt hús á lóðinni.

Fyrst reis hús á þessari lóð árið 1897, en það reistu þau P8170995Júlíus Sigurðsson bankastjóri og Ragnheiður Benediktsdóttir (systir Einars Benediktssonar, skálds og athafnamanns). Stundaði Ragnheiður eins konar búskap og átti túnblett á bak við, þar sem nú eru Bjarmastígur og Oddeyrargata en þetta var löngu fyrir tíma þéttbýlis á neðri Brekkunni. Júlíus lést 1936, en Ragnheiður gerði sér lítið fyrir, orðin 78 ára,  og reisti sér nýtt hús örlítið ofar í Brekkunni, Bjarmastíg 7, árið 1938.   Í febrúar 1953 mátti sjá umrætt hús auglýst í Degi, til niðurrifs eða brottflutnings . Til allrar lukku var hið síðarnefnda raunin og stendur hús þeirra Júlíusar og Ragnheiðar enn - nefnilega á Ránargötu 13 á Oddeyri. Það er ætíð gleðilegt- og að áliti höfundar æskilegra en hitt- ef hús verða nauðsynlega að víkja, að þau séu flutt og öðlist þannig „framhaldslíf“ á nýjum slóðum.

Núverandi hús á Hafnarstræti 107 reisti Útvegsbankinn árið 1954, og hefur húsið löngum verið kennt við hann. Enda þótt húsið sé eitt af stærstu húsum Miðbæjarins hafði bygginganefnd ekki mörg um orð um byggingarleyfið til bankans, í júní 1954. Efnislega segir einfaldlega að bankinn fái að byggja á lóðinni fjögurra hæða hús á kjallara, fullnaðarteikningar fylgi, og skuli því lokið á fimm árum. Teikningarnar að húsinu gerði Bárður Ísleifsson, en hann starfaði m.a. með Guðjóni Samúelssyni, Húsameistara ríkisins og á heiðurinn af mörgum opinberum byggingum víða um land. Upprunalegar teikningar Bárðar eru ekki aðgengilegar á kortasjá Akureyrar, en þar má finna teikningar Stefáns Reykjalín frá 1961, með lítils háttar breytingum sem gerðar voru á húsinu.

Húsið er fjögurra hæða steinsteypuhús á lágum kjallara og með háu valmaþaki. Efsta hæð er örlítið inndregin á framhlið og eru þar svalir. BárujáP8170994rn er á þaki og veggir múrsléttaðir og þverpóstar í flestum gluggum, stórir „verslunargluggar“ á fyrstu hæð. Gluggar 2. og 3. hæðar eru inndregnir og afmarkaðir í ramma og breiðir stöplar á milli gluggapara en mjórri súlur á milli stakra glugga. Á miðri framhlið og bakhlið eru þrír gluggar í ramma í miðju en  þrenn gluggapör hvoru megin við. Á norðurstafni hússins eru hins vegar fáir gluggar þar er húsið áfast viðbyggingu við Brekkugötu 1.

Sem fyrr segir var húsið um árabil aðsetur Útvegsbankans, en þarna voru einnig verslanir og veitingastaðir í norðurenda fyrstu hæðar, m.a. Verslunin Vísir sem fluttist í húsið 1961, en fram að því var þarna veitingastofa sem nefndist einfaldlega Matur og Kaffi. Síðustu áratugi hefur húsið verið aðsetur Sýslumannsins á Akureyri. Þá eru einnig í húsinu Héraðsdómur Norðurlands, Tollstjóri, Sjúkratryggingar og Tryggingastofnun. Hefur húsið oft tekið hinum ýmsu breytingum að innan, síðast um 2017. Þá mun á tímabili hafa verið búið í húsinu; húsvarðaríbúð á efstu hæð.

Hafnarstræti 107 er reisulegt og traustlegt hús og eitt af helstu kennileitum Miðbæjarins og Ráðhústorgs. Húsið er að mestu lítið breytt frá upphaflegri gerð að ytra byrði. Í Húsakönnun 2014 er það ekki talið hafa varðveislugildi sem slíkt en er hluti húsaraðar, sem hefur nokkurt gildi. Eiginlega má segja, að húsið sé einnig þátttakandi í syðstu húsaröðinni í „Miðbæjarhluta“ Brekkugötu. Þar er hins vegar um að ræða mun eldri og yfirleitt lágreistari hús. Myndirnar eru tvær, annars vegar sú hlið hússins sem blasir við þegar horft er til SV frá Ráðhústorgi, þ.e. framhliðin.  Hins vegar mynd af suðurstafn og bakhlið, en hún er tekin neðst í Skátagili. Myndirnar eru teknar þ. 17. ágúst 2020.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1948-57. Fundur nr. 1193, 4. júní 1954. Óprentað, óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Steindór Steindórsson. 1993. Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur


Áhugaverð kvikmynd frá Akureyri, 1937.

Um daginn rakst ég á meðfylgjandi myndskeið, að mig minnir á Facebook-hópnum "Gamlar myndir af Akureyri". Myndbandið er líkast til mest áhugavert fyrir flugáhugafólk, en það sýnir flug, flugtak og lendingar lítillar sjóflugvélar af gerðinni Henkel HE 8 á "Pollinum" sumarið 1937. Mun þarna vera um að ræða myndir og flugkappa frá danska sjóhernum.

En myndbandið er einnig afar áhugavert fyrir áhugafólk um byggðasögu Akureyrar. Því í baksýn má sjá Akureyri, sem eins og gefur að skilja er ansi hreint frábrugðin því, sem er í dag. En hversu ólíkt sem allt er, er einnig ýmislegt, sem er glettilega líkt; mörg húsin eru t.a.m. auðþekkjanleg, og virka einhvern veginn "alveg eins" og í dag. Þarna sést Strandgatan, í raun ekkert ósvipuð því sem nú er, þó umhverfið sé gjörbreytt af uppfyllingum og síðari tíma byggingum. Strjál þyrping húsa er austast á Tanganum, ber þar e.t.v. mest á Sláturhúsinu. Í bótinni eru rísandi stórhýsi Miðbæjar, mikið ber á KEA húsunum og þarna eru Hafnarstræti 83-85, ásamt 87-89 (síðar Hótel KEA) aðeins 2-3 hæðir, og sést aðeins glitta í þau, á milli Hafnarstrætis 86-90. Það ber hins vegar ekkert á Akureyrarkirkju, enda hófst bygging hennar ári eftir að þetta myndskeið var tekið. Á syðri bakka Grófargils ber Barnaskólahúsið frá 1930 hæst. Á Brekkunni sjást svo mjög gjörla tiltölulega nýleg hús við m.a. Gilsbakkaveg, Oddeyrargötu og Munkaþverárstræti. Í samanburði við það sem er í dag, vekur það e.t.v. mesta athygli, sem er EKKI þarna; nefnilega hið algjöra trjáleysi. Fyrir vikið blasir byggðin á Brekkunni mjög greinilega við af Pollinum, bæði norðan og sunnan Grófargils. Sunnan Gilsins sést húsaröðin við Eyrarlandsveg, Menntaskólin og sunnan eina áberandi trjágróðursins, sem þarna sést, má greina bæjarhúsin á Stóra Eyrarlandi. Hafnarstræti er þarna í fjöruborðinu. Þarna eru nefnilega áratugir í síðari tíma landfyllingar við Hafnarstrætið og í Bótinni. Þarna er heldur enginn Akureyrarflugvöllur; enda hefðu vélarnar e.t.v. ekki lent á Pollinum ef hann hefði verið til staðar. wink.

En hér er umrætt myndband, ef mynd segir meira en 1000 orð segir myndband eflaust meira en 100.000. Þetta er á Youtube-rás sem heitir einfaldlega Akureyri og á Gylfi Gylfason heiðurinn af henni. Gylfi á hinar bestu þakkir skildar fyrir þetta stórkostlega framtak.

 


Jólakveðja

Óska ykkur öllum, nær og fjær, gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. smile 

Hugsa sérstaklega og sendi kveðjur til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna heimsfaraldurs, náttúruhamfara, eða annarra orsaka.

PC020868 - Copy

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólamyndin í ár er tekin á mótum Hafnarstrætis og Kaupangsstrætis ("Kaupfélagshorninu" svokallaða) í byrjun desember 2018.


Hús dagsins: Hafnarstræti 97

Verslunarmiðstöðin Krónan var reist árið 1992 P8170993eftir teikningum Aðalsteins Júlíussonar. Þar stóð áður hús, sem reist var árið 1903 og var alla tíð íbúðar- og verslunarhús, hýsti um árabil m.a. Bókabúðina Huld. Það hús, sem var tvílyft timburhús á háum kjallara og með lágu risi var hins vegar rifið 1991. Krónuna reisti Byggingafélagið Lind  og hófst steypuvinna haustið 1991.

Hafnarstræti 97 er sex hæða steinhús með flötu þaki, efri hæðir inndregnar, í samræmi við aðliggjandi hús. Önnur til fjórða hæð hússins skaga fram í  trapisulagu útskoti á framhlið, en bakhlið hússins er fast upp að melbrekkunni bröttu, sem kallast Skessunef. Þar liggur fimmta hæð hússins að Gilsbakkavegi með inngangi þaðan. Á milli hússins og Amaróhússins er djúpt port og tengjast húsin með göngubrú.

Enda þótt verslunarmiðstöðin Krónan sé aðeins um 30 ára gömul yrði það ansi langt mál að telja upp alla þá starfsemi og einstaka verslanir sem þar hafa verið. En á fyrstu og annarri hæð hússins eru verslanarými, sjúkraþjálfunarstöð á þriðju hæð, tónlistarskólinn Tónræktin og ýmsar skrifstofur á efri hæðum.

Krónan er hluti hinnar miklu húsasamstæðu yst í Hafnarstræti sem ekki aðeins setja svip á Miðbæinn heldur móta ásýnd hans að miklu leyti. Húsaröðin, sem samanstendur af stórhýsum af ólíkum gerðum og á ólíkum aldri er talin hafa nokkurt gildi í heild sinni, enda þótt varðveislugildi einstakra húsa sé almennt ekki talið verulegt. Krónan er stórbrotið og svipsterkt hús og setur útskotið að framan á það sérstakan svip og götumyndina í heild sinni. Myndin er tekin þann 17. ágúst 2020.

Heimildir: Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf


Hús dagsins: Hafnarstræti 95

Einhverjir gætu eflaust haldið, að fyrrum höfuðstöðvar KEA og P8170991byggingin sem kenna má við Stjörnu Apótek séu eitt og sama húsið. En svo er aldeilis ekki, því um er að ræða þrjú samliggjandi hús. Elst er hornhúsið nr. 91, KEA húsið valinkunna, byggt 1930 en hús nr. 93 er byggt 1945. Yngst í þessari húsaröð er Hafnarstræti 95. Raunar er öll húsaröðin frá 91-101 (KEA að Amaro) samliggjandi og samstæð heild ólíkra húsa.

Upprunalegt hús á Hafnarstræti 95 reisti Eggert Melstað  árið 1906. Þar starfrækti Jóninna Sigurðardóttir Hótel Goðafoss um árabil. Hótel Goðafoss var hins vegar rifið í mars 1971 og árin 1971-74 reis af grunni núverandi hús, nýbygging KEA, eftir teikningum Hákonar Hertevig. Voru teikningarnar gerðar á teiknistofu Sambandsins. Byggingastjóri framkvæmdarinnar var Gísli Magnússon múrarameistari. (Síðuhafi hikar ekki við að kalla húsið „nýbyggingu KEA“ enda þótt byggingin sé nærri hálfrar aldar gömul og KEA sé löngu horfið á braut úr húsinu). Samhliða þessum framkvæmdum var einnig byggt við húsið á Hafnarstræti 93, tvær hæðir með flötu þaki vestan til. Eru þessar byggingar í raun samtengdar, þannig að raunar mætti telja Hafnarstræti 95 viðbyggingu við nr. 93 (sem aftur mætti telja viðbyggingu við nr. 91).

Hafnarstræti 95 er sex hæða steinsteypuhús með flötu þaki, og eru efstu tvær hæðir inndregnar. Að vestan liggur húsið upp að brattri melbrekku, svokölluðu Skessunefi, sem skilur að Grófargil og Skátagil. Fimmta hæð hússins liggur að Gilsbakkavegi og þaðan er inngangur. PA280251Að vestan liggur suðurhlið hússins að mjög djúpu porti (Kaupfélagsportinu). Frá suðvesturhorni hússins liggja miklar tröppur af Gilsbakkavegi og niður í porti og munu þær að stofni til vera frá því að húsið var byggt, en þarna hafði löngum legið gönguleið ofan af Skessunefi og niður í miðbæ. Hér til hliðar má sjá mynd af umræddum tröppum, tekna haustið 2015, nánar tiltekið 28. október. Gluggasetning framhliðar er nokkuð sérstök, verslunargluggar á jarðhæð og gluggaraðir og þriðju og fjórðu hæð. Á annarri hæð eru hins afar mjóir og háir gluggar, einskonar „gluggaræmur“ og setja þeir vissan svip á húsið. Á fimmtu hæð eru svalir meðfram allri vesturhlið.

Hafnarstræti 95 hefur alla tíð verið verslunar- og þjónustuhúsnæði, lengst af í eigu KEA og hýsti starfsemi þess. Í blaðinu Hlyni frá 15. janúar 1974 má sjá mjög ítarlega frásögn af hinni glæstu nýbyggingu KEA. Þar kemur m.a. fram, að húsið sé 3532 m2 að flatarmáli og 11.437 m3. Á fyrstu hæð er Stjörnuapótek, vefnaðarvöru- og teppadeild á annarri hæð og á fjórðu hæð sé gert ráð fyrir Skattstofunni, sem einnig fái til afnota rými í nr. 93. Á efstu hæðum voru birgðageymslur Matvörudeildar KEA, og þaðan gengt frá Gilsbakkavegi. Þriðja hæðin var að mestu óinnréttuð í ársbyrjun 1974, en þar gert ráð fyrir skrifstofum.  Skemmst er frá því að segja, að enn er rekið apótek á götuhæð. Núverandi apótek er rekið undir merkjum Apótekarans. Þá er Skatturinn enn til húsa á fjórðu hæð hússins.  Í Hafnarstræti 95 er einnig Grófin geðverndarmiðstöð og hinar ýmsu skrifstofur, lögmannsstofur o.fl. og tölvufyrirtækið Þekking. Húsið er í mjög góðri hirðu og hluti af hinni miklu húsaröð yst við Hafnarstrætið. Í Húsakönnun 2014 er húsið ekki talið hafa varðveislugildi sem slíkt, umfram önnur í húsaröðinni, en röðin í heild talin hafa nokkurt gildi. Myndin af Hafnarstræti 95 er tekin þ. 17. ágúst 2020.

 

Heimildir: Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf

Steindór Steindórsson. 1993. Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur

 


Hafnarstræti 83-85

Hafnarstræti 83-85

Hafnarstræti 83 og 85 eru sambyggð, að heita má órofa heild,P8170990 en húsin byggði Hjalti Sigurðsson húsgagnasmiður árin 1933 og 1934. Síðar, eða 1939-43 var ytra húsið stækkað. Hvort Hjalti byggði bæði húsin kann síðuhafi ekki að fullyrða, en hann reisti alltént Hafnarstræti 85.  Hjalti fékk í nóvember 1932 lóð, þá næstu norðan við hús sitt [Hafnarstræti 79]. Falaðist hann eftir því, að þurfa ekki að reisa nema eina hæð fyrst um sinn og við því var orðið. Þegar Hjalti fékk byggingarleyfið, á Verkalýðsdaginn 1933, var honum þó sett það skilyrði, að byggingin yrði fullgerð á fimm árum. 

Þegar skoðaðar eru bókanir Bygginganefndar frá þessum árum, er raunar algengt að byggjendur stórhýsa m.a. við Skipagötu og Ráðhústorg séu sett þessi tímamörk um fullbyggingu. Það fylgir hins vegar yfirleitt ekki sögunni, hvað gerist ef þetta næst ekki. Hvort viðkomandi yrði beittur sektum eða jafnvel farið fram á niðurrif. Enda virðist ekki að sjá, að þessu hafi verið fylgt eftir með harðfylgi, og enn hafa sum þessara húsa ekki náð þeirri hæð sem ætlað var í upphafi. En það á svo sannarlega ekki við um Hafnarstræti 83-85. Upphaflegt byggingaleyfi Hjalta frá 1933 var fyrir húsi á tveimur hæðum á „ofanjarðarkjallara“ götumegin, ásamt rishæð með skúrþaki [alls fjórar hæðir] sem hallast til vesturs. Fram kemur, að húsið eigi að hýsa verkstæði og íbúðir og sé áfast húsi Jóns Guðmann, en þar er um að ræða Hafnarstræti 87, eða Hótel KEA. Teikningarnar að húsunum gerðu Tryggvi Jónatansson og Halldór Halldórsson.

Hafnarstræti 83-85 er fjögurra hæða steinsteypuhús með aflíðandi. Efsta hæð var áður inndregin en fyrir fáeinum árum var byggt við fjórðu hæðina til austurs, þannig að nú eru hæðirnar samfelldar frá götu að þakbrún. Einfaldir póstar eru í gluggum og veggir múrsléttaðir og bárujárn á þaki. Á milli glugga á annarri og þriðju hæð eru súlur en hæðarskilakantur milli jarðhæðar og annarrar hæðar (sú fyrrnefnda kallast ofanjarðarkjallari í gögnum Bygginganefndar frá 1933).

Hjalti Sigurðsson (1891-1979), húsgagnasmiður starfrækti verkstæði sitt á jarðhæð hússins og bjó á efri hæðum. Hann var fæddur og uppalinn á Merkigili í Hrafnagilshreppi og var árið 1920 í húsmennsku á Litla-Hamri í Öngulsstaðahreppi.  Í húsinu starfrækti Jakob S. Kvaran einnig skósmíðaverkstæði. Það yrði raunar ansi löng upptalning, öll þau fyrirtæki, verslanir og skrifstofur sem starfræktar hafa verið í Hafnarstræti 83 og 85. Þegar heimilisföngunum er flett upp á timarit.is, birtast í heildina um 2500 niðurstöður, tæpar 2000 fyrir nr. 85.  Húsunum var breytt í hótel árið 1989, hétu þá Hótel Harpa og Hótel Stefanía en eftir 2005 urðu húsin hluti af Hótel KEA og eru svo enn. Á jarðhæð hafa verið starfræktir veitingastaðir.  

Á meðal fjölmargra íbúa Hafnarstrætis 83 má nefna Björgvin Guðmundsson, tónskáld og tónlistarkennara. Björgvin var fæddur árið 1891 að Rjúpnafelli í Vopnafirði. Hann fluttist til Vesturheims um tvítugt og stundaði tónlistarnám í London og bjó þar til ársins 1931. Björgvin var afar afkastamikið tónskáld og verk hans, stór og smá, munu telja á sjötta hundrað. Hann stofnaði Kantötukór Akureyrar árið 1932 og sinnti auk tónsmíðum söngkennslu í Barnaskóla Akureyrar og hljóðfærakennslu. Í minningabók sinni, Kveðju frá Akureyri, lýsir Richardt Ryel Björgvini sem ansi hreint viðkunnanlegum manni. Richardt var sendur í fiðlunám til Björgvins, hafandi á því engan áhuga. Björgvin tók honum ætíð sem jafningja, rabbaði um daginn og veginn, sagði sögur, og skammaðist aldrei í honum þrátt fyrir lélega tilburði á fiðluna. Þá tók hann í nefið og bauð Richardt með sér, en nú ber að hafa þau ólíku gildi og viðmið sem voru til slíkra athafna fyrir um 90 árum síðan. Björgvin Guðmundsson samdi stefið, sem kirkjuklukkur Akureyrarkirkju leika á stundarfjórðungs fresti. Ætli það megi ekki telja til hans þekktustu verka.

Hafnarstræti 83-85 er reisulegt og glæst hús og í mjög góðri hirðu, og eitt af kennileitum Miðbæjarins.  Í Húsakönnun 2012 er það ekki metið með varðveislugildi sérstaklega og gerðar lítils háttar athugasemdir við stækkun á fjórðu hæð. Sem áður segir, er húsið nýtt undir hótelrekstur og hefur verið sl. þrjá áratugi. Myndin er tekin þann 17. ágúst 2020.

Heimildir:

Akureyrarbær, Teiknistofa Arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar. 2012. Drottningarbrautarreitur-Hafnarstræti- Húsakönnun 2012. Minjastofnun. Pdf-skjal aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/Husakonnun-Drottningarbrautarreitur.pdf

 

Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1930-35. Fundur nr 684, 29. sept. 1932. Fundur nr. 698, 1. maí 1933.  Óprentað, óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Richardt Ryel. 1987. Kveðja frá Akureyri. Akureyri: Bókaforlag Odds Björnssonar.

Steindór Steindórsson. 1993. Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur


Hús dagsins: Hafnarstræti 81

Nyrst við Hafnarstrætið, undir bröttum brekkubrúnum standa stórhýsi, fimm til sjö hæða há, í röð allt út undir Ráðhústorg. Syðst í þessari röð steinsteyptra stórhýsa er Hafnarstræti 81, en húsið stendur norðan og neðan Sigurhæða og Akureyrarkirkju.P8170989

Húsið er byggt í áföngum á árunum 1944-47, (Steindór Steindórsson segir eldri hlutann byggðan 1941). En húsið er í raun tvö sambyggð hús, það syðra reistu þeir Jón Oddsson, Kári Hermannsson og Sigurbjörn Árnason en nyrðra húsið Björn Halldórsson og Samúel Kristbjarnarson. Það var 29. september 1944, sem þeir Jón, Kári og Sigurbjörn fengu lóðina nr. 81A úthlutaða. Tveimur vikum síðar fékk Björn Halldórsson leigða lóð, sem sögð var næst sunnan við Jón Oddsson. Vorið 1945 fá þeir Jón, Kári og Sigurbjörn leyfi til að byggja hús. Þeir vildu, og fengu að reisa, hús úr steinsteypu með járnbentum loftum og stigum, þrjár hæðir á háum kjallara að grunnfleti 14x10,5m. Skúrþak úr timbri, járnklætt. Í mars 1946 fengu þeir Björn Halldórsson og Samúel Kristbjarnarson síðan byggingaleyfi á sinni lóð. Ekki er vikið að lýsingu þeirra hús en fram kemur, að byggingarleyfi þeirri er veitt  á grundvelli staðfests samþykkis þeirra Leonards Kristjánssonar og Alberts Kristjánssonar á lóðarmörkum. E.t.v. áttu þeir lóðina Hafnarstræti 79, en það kemur ekki fram í gögnum Bygginganefndar. Teikningarnar að Hafnarstræti 81 gerði Guðmundur Gunnarsson. Frá upphafi var gert ráð fyrir starfsemi ýmis konar á jarðhæð og skrifstofum og íbúðum á efri hæðum.

Hafnarstræti 81 er steinhús í módernískum stíl, fimm hæðir alls, en efstu tvær hæðirnar eru eilítið inndregnar og svalir á bríkinni milli þriðju og efri hæða. Fjölmargar svalir eru á húsinu og djúpt port á bakvið. Einfaldir lóðréttir póstar eru í flestum gluggum.

Akureyrarbær eignaðist húsið, eða hluta þess, fljótlega eftir byggingu þess. Þegar heimilisfanginu Hafnarstræti 81 er flett upp á timarit.is birtast um 1500 niðurstöður, þar sem eitthvað hefur verið auglýst í húsinu.  Í lok árs 1947 er ný og glæst húsakynni Bókabúðar Rikku auglýst þarna., auk þess sem skrifstofa Flugfélagsins Loftleiða var þarna til húsa um svipað leyti. Árið 1955 er Raftækjavinnustofan Elding þarna til húsa en það sama ár flutti Náttúrugripasafnið á Akureyri í húsið og var þarna til húsa til 1996. Fram að því sýningarsalur á jarðhæð sunnanmegin. Nú mun Náttúrugripasafnið að mestu geymt í skúffum og kössum  og væri óskandi, að það kæmist fyrir sjónir almennings, líkt og í Hafnarstræti 81 forðum tíð.

Önnur merk menningarstofnun, Amtsbókasafnið, var þarna til húsa um árabil, eða frá því um 1950 til 1968. Var það á annarri hæð hússins, en um var að ræða bráðabirgðahúsnæði þar til langþráð nýbygging risi af grunni en sú bygging hafði verið í bígerð frá fjórða áratugnum. En það var ekki fyrr en 1968 að Amtsbókasafnið flutti í glæsta nýbyggingu að Brekkugötu 17, þar sem það er enn.  

Þriðja merka menningarstofnunin, sem átt hefur heimili að Hafnarstræti 81 er Tónlistarskólinn á Akureyri. Hann var hér til húsa á efri hæðum hússins í rúm 30 ár eða frá 1972 til 2003. Á árunum 2005-06 fór fram gagnger endurbygging hússins, þar sem það var endurinnréttað og byggt upp sem fjölbýlishús. Var þá byggt við fimmtu hæð hússins. Þær breytingar voru gerðar eftir teikningum Haraldar S. Árnasonar.   Nú er húsið fjölbýli með 25 íbúðum.

Hafnarstræti 81 er reisulegt og stórbrotið hús, líkt og gengur og gerist með hús af þessari stærð sem byggð eru í mörgum áföngum. Húsið sem er ráðandi í umhverfi sínu; eitt af kennileitum Miðbæjarins er í mjög góðri hirðu og snyrtilega frágengið. Er það enda sem nýtt, þar eð það var nánast endurbyggt frá grunni fyrir hálfum öðrum áratug. Það er ekki metið með sérstakt varðveislugildi í Húsakönnun um Drottningarbrautarreit árið 2012 og eru þar raunar gerðar athugasemdir við viðbyggingu á fimmtu hæð. Myndin er tekin 17. ágúst 2020.

 

Heimildir:

Akureyrarbær, Teiknistofa Arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar. 2012. Drottningarbrautarreitur-Hafnarstræti- Húsakönnun 2012. Minjastofnun. Pdf-skjal aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/Husakonnun-Drottningarbrautarreitur.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 993, 29. sept. 1994. Fundur nr 995, 14. okt. 1944. Fundur nr. 1013, 4. maí 1945. Fundur nr. 1046, 8. mars 1946.  Óprentað, óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Steindór Steindórsson. 1993. Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_3045
  • P6171046
  • P6171045
  • IMG 3018
  • IMG 3024a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 138
  • Sl. sólarhring: 157
  • Sl. viku: 497
  • Frá upphafi: 446088

Annað

  • Innlit í dag: 110
  • Innlit sl. viku: 347
  • Gestir í dag: 110
  • IP-tölur í dag: 108

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband